Byltingin

Hugmyndin var aldrei að alþingi léti semja nýja stjórnarskrá, enda hefði það orðið skrumskæling á hugmyndinni um stofnun nýs lýðveldis sem Njörður P. Njarðvík fjallaði um 11. janúar, 2009 í Silfri Egils.

Alþingi stal stjórnarskrármálinu, lagði á ráðin um nýja stjórnarskrá sem innihélt ákvæði sem þjónuðu fyrst og fremst dagdraumum Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar stuðningsmanna, ákvæði sem voru sérsniðin að inngöngu í Evrópusambandið. Alþingi átti aldrei að koma að þessu máli.

En þegar horft er yfir farin veg og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur verið við völd í 2 ár, þá blasir við sviðin jörð. Stéttaskiptingin í landinu er komin á það stig, að stór hluti landsmanna á enga möguleika á mannsæmandi afkomu. Við ungu fólki blasir líf án húsnæðis, heilbrigðiskerfið er komið í rúst, skólakerfið er í rúst og lágmarkslaun duga ekki fyrir framfærslu.

Arðurinn af fiskveiðum er ekki skattlagður eins og hann ætti að vera Arður af rekstri fiskvinnslufyrirtækja, jafn gríðarlegur og raun ber vitni, á að ganga að stórum hluta í vasa landsmanna. Sá arður á að jafna launakjörin í landinu, bæta rekstur velferðarkerfisins og skapa landsmönnum þægindi.

Gegn þessu hefur verið barist með öllu sem hönd á festir í eftirmála hrunsins. Lýðræðisumbætur hafa ekki átt sér stað og auðlindastefna þessarar þjóðar er óbreytt. Það þurfti til dæmis fregnir af bættum framtíðarhorfum í rekstri Landsvirkjunar, til að Bjarni Benediktsson færi að tala um stofnun auðlindasjóðs. En þótt hann hafi einnig nefnt tekjur af sjávarútvegi sem dæmi um þá fjármuni sem veitt yrði í slíkan sjóð, þá vita allir að orð Bjarna Benediktssonar eru með öllu ómerk.

Byltingin er því ekki einu sinni hafin, Búsáhaldabyltingin var einungis forréttur, appetizer. Byltingin er eftir og að öllu óbreyttu þá þarf hún að verða að veruleika. Ísland á að vera staður þar sem ríkir jafnræði og allir geta lifað með reisn. Forsenda fyrir þessu er að fólk hafni þessum gömlu stjórnmálaflokkum. Að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn verði jafnaðir við jörðu í næstu þingkosningum.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Lifi byltingin

| Sandkassinn |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.