Töluverð uppstokkun hefur orðið undanfarið í ritstjórn Sandkassans. Þar ber helst að nefna að Gunnar Waage, stofnandi síðunnar og lengst af eini ritstjóri hennar, hefur ákveðið að hætta sem ritstjóri en verður okkur áfram innan handar og mun skrifa og leggja sitt að mörkum sem almennur blaðamaður. Við beinum því sérstaklega til fjölmiðla og fólks almennt að hætta að vísa í hann sem ritstjóra og stjórnanda síðunnar héðan í frá. Ritstjórararnir nú eru Haraldur Daviðsson og Jack Hrafnkell Daníelsson. Gunnari þökkum við hans frábæru störf fyrir Sandkassann sem eru hvergi nærri hætt þó hann muni ekki gegna ritstjórastöðu lengur.

 
Við höfum gert breytingar á listanum yfir Íslenska ný-rasista en við teljum að listar sem slíkir þarfnist uppfærslu reglulega svo fagmennskan ráði för. Ávallt er farið eftir nákvæmum skilgreiningum þegar flokkað er á listann. Uppfylli einstaklingurinn ekki þau skilyrði lengur þá kippum við þeim út í yfirfærslu sem verður á hálfs-eins árs fresti. Nokkrar ástæður geta verið fyrir brotthvarfi fólks af listanum og má þar á meðal nefna breytt hugarfar. Önnur ástæða getur einfaldlega verið sú að einstaklingurinn er ekki áberandi í þjóðmálaumræðu, en það er ein krafa þess að fólk sé sett á listann.

 
Í þessari uppfærslu felldum við út þrjá einstaklinga. Þau Hall Hallsson, Svanhvíti Brynju Tómasdóttur og Val Arnarson. Þau Hallur og Svanhvít falla út vegna þess hversu óáberandi þau eru orðin í umræðunni en eru þó enn við sama heygarðshornið. Það er bara þannig að listinn er engan veginn tæmandi og ný-rasistar mun fleiri en þeir sem listaðir eru. Valur hefur aftur á móti skrifað vel um fjölmenningu undanfarið og því er það okkur sönn ánægja að taka hann af listanum.

 
Engar breytingar verða þó gerðar á okkar baráttu sem mun halda ótrautt áfram.

Listi Íslenskra Ný-Rasista uppfærður og ný ritstjórn tekin við

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn