refugee-girl-cries-as-her-central-american-shanty-town-is-destroyed-0714-by-spencer-plattHaraldur Davíðsson skrifar –

Haraldur Davíðsson skrifar

Haraldur Davíðsson skrifar

Lítið barn flýr heimili sitt vegna drykkju og slagsmála heima.
Það er nótt, og það er snjór og frost, en barnið á náttfötum og stígvélum, með bangsann sinn í fanginu.

Barnið gengur lengi um, fólk sér barnið út um gluggana sína, en enginn aðhefst neitt.
Að morgni byrjar barnið að banka á dyr og biðja um skjól, en enginn vill taka barnið inn til sín, en sumir gefa barninu matarbita, kannski vettlinga…

En sumir reka barnið harðri hendi úr görðunum sínum, og siga jafnvel hundum á barnið.
Barnið skelfur og grætur, en enginn býður faðminn, enginn býður skjól, en segja barninu að snauta heim til sín……

Þetta myndu margir kalla ljóta sögu af ljótu fólki….en..

hvað ef sagan byrjaði svona:

Lítið barn flýr heimili sitt vegna dauða og eyðileggingar áralangra átaka. Það er nótt og það er ógurlegur skarkali, hristingur, hrynjandi hús, öskrandi fólk, dáið fólk, sundurtætt fólk. Enginn er til staðar til að svo mikið sem sjá lítið grátandi barn. Að morgni kemur barnið að landamærum, en enginn vill taka hana inn til sín…..?????

Þegar veröld barna hrynur, þá skiptir ástæðan ekki máli, fyrr en búið er að bjarga barninu úr aðstæðunum.

Ég fyrirlít fólk sem sér mun á þessu, bendir á fána og landamæri og vogar sér að blanda subbuskap eins og pólitík og trúarbrögðum inn í málið, þegar börnin eiga í hlut. Ég fyrirlít fólk sem vogar sér að kalla sig foreldra,en segja aðeins sín börn koma sér við.

Lítið barn flýr heimili sitt

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn