Sveinn Gestur Tryggvason á mótmælum Íslensku Þjóðfylkingarinnar á Austurvelli þar sem nýjum útlendingalögum var mótmælt.

 

ritstjórn

Nú vilja allir rasistar landsins sverja af sér allt samneyti við Svein Gest Tryggvason, þó líkaði þeim vel að hafa hann með sér þangað til fyrir nokkrum dögum. Helstu hatursvefsíður landsins þykjast nú ekki þekkja manninn en hann er þó einn þeirra, var í fremstu víglínu þeirra á Austurvelli og í fremstu víglínu í þeirra umræðu á netinu, oftar en ekki hafandi í hótunum við viðmælendur sína. Þetta ætti að vera íslensku öfgafólki áminning og aðvörun. Lítið bara í kring um ykkur, veltið fyrir ykkur hvers lags fólk fylgir ykkur að málum og spyrjið ykkur hvort þið séuð á réttri leið, því meðal ykkar eru fleiri sams konar menn sem munu fremja ódæði. Þið vitið ekki í hvaða félagsskap villa og hatur hefur leitt ykkur. Efst í píramídanum sitja síðan þeir sem engu vilja breyta, mennirnir sem eiga og stjórna Íslandi. Þeir eru ánægðir með ykkur sem engu viljið breyta.

Stórir stjórnmálaflokkar eiga sér skrímslasveitir; hóp fólks sem gengur ekki á öllum cylindrum sökum andlegra örðugleika, er óhæft til ábyrðgarstarfa innan flokksins en reynist nytsamlegt undir ýmsum kringumstæðum. En hver eru skrímslin ?

Jú skrýmslin eru menn sem halda úti áróðri íhaldsins og þeir sem jafnan ganga hve harðast fram í umræðum á netinu í árásum á stjórnmálafólk og fjölmiðla. Þetta eru menn eins og Jón Valur Jensson, Gústaf Níelsson og margir á blog.is (moggablogginu).

Fasistarnir í bænum.
Jón Magnússon fyrrverandi varaþingmaður er líklega sá úr skrímslasveitinni sem tímabundið fékk að vera þingmaður, en einungis vegna þess að hann trítlaði yfir túnið. Hann sagði sig úr Frjálslynda Flokknum á miðju kjörtímabili og gekk yfir til Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn voru að sjálfsögðu fegnir að græða þarna eitt þingsæti, en þeir pössuðu sig á að hann fengi ekki frekari frama innan flokksins.

Nú heldur skrímslið úti vefnum Stjórnmálaspjallið; spjallsíðu sem virðist hafa það eina hlutverk að birta hatursáróður í garð flóttafólks og múslima. Útgerðarrónar innan Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka á hægri vængnum eru ekkert að fetta fingur út í vefstarfssemi sem þessa. Raunar venja þingmenn og ráðherrar hægri flokkanna komur sínar á rasistaútvarpsstöðina Sögu líklegast oftar en á aðrar útvarpsstöðvar. Þeir virðast einfaldlega hafa gert stöðina að sínu heimili og í raun má fella útvarpsstöðina inn í skrímslasveitirnar, því stöðin styður fyllilega við málflutning og hatursfullan áróður skrímslanna og oft á tíðum hefur stöðin átt upptökin að hatursáróðrinum sem fram fer á Stjórnmálaspjallinu og tengdum vefsíðum. Starfsfólki og eiganda stöðvarinnar, Arnþrúðar Karlsdóttir, sést reglulega bregða fyrir á Stjórnmálaspjallinu.

En hvers lags fólk er í framvarðasveit skrímslanna ?

Það hefur vakið athygli margra að andsvör eru ekki vel séð á þessum miðlum. Skrímsladrottningin Margrét Friðriksdóttir er stand by á Stjórnmálaspjallinu og aðvarar fólk sem er rasistunum og henni sjálfri ósammála. Athugasemdir eru látnar hverfa og andmælendum er hent út af síðunni.

Sveinn Gestur Tryggvason sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Mosfellssveit um daginn hefur verið meðal skrímslanna á þessum vefsíðum sem og farið fremstur í flokki í mótmælum Íslensku Þjóðfylkingarinnar. Í raun má segja að liðsmenn skrímslasveitanna hafi falið sig í pilsfaldi Sveins Gests.

En nú þykjast þessi smámenni ekki þekkja Svein Gest Tryggvason.

Nú vilja allir rasistar landsins sverja af sér samneytið við Svein Gest Tryggvason, þó líkaði þeim vel að hafa hann með sér þangað til fyrir nokkrum dögum. Helstu hatursvefsíður landsins þykjast nú ekki þekkja manninn, en hann er þó einn þeirra. Sveinn var í fremstu víglínu þeirra á Austurvelli og í fremstu víglínu í þeirra umræðum á netinu. Þetta ætti að vera íslensku öfgafólki áminning og aðvörun. Lítið bara í kring og veltið fyrir ykkur hvers lags fólk fylgir ykkur að málum og spyrjið ykkur hvort þið séuð á réttri leið, því meðal ykkar eru fleiri sams konar fólk sem mun fremja ódæði. Þið vitið ekki í hvaða félagsskap villa og hatur hefur leitt ykkur. Efst í píramíadnum sitja síðan þeir sem engu vilja breyta; mennirnir sem eiga og stjórna Íslandi. Þeir eru ánægðir með ykkur sem engu viljið breyta.

Litlu skrímslin í pilsfaldinum

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn