Hvað eftir annað rekur maður sig á viðhorf hjá fólki sem starfar við löggæslu sem erfitt er að taka alvarlega. Allt frá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og niður til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, Jóns F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Undurfurðuleg ummæli Haraldar Johannessen Ríkislögreglustjóra í tengslum við vopnaða sérsveitarmenn á fjölskylduhátíð um síðustu  helgi bera þess merki að Haraldur sé ekki í neinum raunveruleikatengslum. Tvennt tekur hann til sem ástæður fyrir vopnaburðinum, annars vegar hryðjuverk í London og víðar og hins vegar aukin fjölda hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi.

Bæði atriðin bera vott um algjört óraunsæi. Þú setur ekki upp varúðarráðstafanir sem þessar hér á landi vegna mála sem komið hafa upp í Englandi eða Svíþjóð. Slík aðgerð verður alltaf að byggjast á áhættumati hér, en ekki í öðru landi. Samkvæmt talsmönnum Ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir hækkað hættumat á aðstæðum hér á landi.

Í öðru lagi ef sannarlega hefðu verið vísbendingar í þá veru að ógn steðjaði að samkomunni, þá hefði að sjálfsögðu átt að slá samkomuna af í stað þess að fylla hana af vopnuðum sérsveitarmönnum.

Þessar dylgjur um hryðjuverkaógn vegna aukins fjölda flóttafólks á Íslandi eru síðan vitfirrtari en orð fá lýst. Fyrir það fyrsta að setja fram jafn heimskulega yfirlýsingu í fjölmenningarsamfélagi og tala með slíkum hætti til landsmanna sem eru um 10% innflytjendur, skapa þannig ótta og tortryggni án nokkurar innistæðu. En einnig er það nú svo að engar tölur styðja að þarna séu einhver rök fyrir vopnvæðingunni. Það er einfaldlega ekkert sem styður þessa útskýringu Haraldar, t.d. að einhver sérstök hætta hafi skapast af flóttafólki, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Ég sleppi því að telja upp hælisleitendur sem Ríkislögreglustjóri ætti kannski að byrja að vísa réttilega til sem “Umsækjendur um alþjóðlega vernd”.

En þessar gefnu ástæður Ríkislögreglustjóra eru bara ekki tækar og það vill svo til að það er engin hefð fyrir slíku alræðisvaldi eins ov því er hann og samstarfsmenn hans halda því fram að þeir fari með, nefnilega að þeir geti tekið ákvarðanir sem þessar án nokkurs samráðs og án nokkura útskýringa. Þær ástæður sem ríkislögreglustjóri gefur upp fyrir vopnaburðinum eru í raun bæði sorglegar & hlægilegar. Því jafn alvarlegur skortur á tengslum við raunveruleikann og gerir vart við sig í öllu orði og æði þeirra Haraldar og Jóns F. Bjartmarz er fáheyrður hér á landi, sem betur fer.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Lögregla ekki í tengslum raunveruleikann

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.