Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hér er maður á uppleið sýnist mér, metnaðurinn leynir sér ekki enda er það mikið P.R. stunt að sjóða fyrrverandi ráðherra bankamála í potti. Látum vera þótt tilefnið vanti.

Um er að ræða að Björgvin G. Sigurðsson greiðir sér fyrirfram laun upp á 250.000 kr. Ekki er rétt að farið, en alls ekki verið að fela neitt, færslan er merkt fyrirfram greidd laun til Björgvins í reikningi sveitarfélagsins. Þetta kýs oddvitinn að kalla fjárdrátt.

Eftir standa þá ca. 170.000 krónur sem vissulega má álíta að rangt hafi verið af Björgvini að nota til eigin innkaupa, en hvort það hafi staðið til hjá Björgvini að draga sér þá fjármuni, ég þyrfti bara að sjá einhver gögn sem staðfestu að svo sé.

Þannig að ekki hefur svo sem verið sýnt fram á það í fjölmiðlum að um raunverulegan fjárdrátt hafi verið að ræða, samt er staðhæft hægri vinstri að svo sé.

“Björgvin dró sér fé”,

“Oddviti um Björgvin:„Gríðarleg vonbrigði””

Mín skoðun: Mér þykir þetta ósmekklegt og ég kann ekki við þessa slepjulegu framgöngu oddvitans. Vissulega er hér óreiða á ferðinni hjá Björgvini og mögulega er þetta brottrekstrarsök, það hlýtur þó að fara eftir fleiri þáttum og líklegast geðþóttaákvörðunum hreppsnefndarmanna. Það er nú jafnan talað um að slóð fjárdráttar sé talsvert lengri en aftur til Nóvember 2014, það eru þá 2 mánuðir, hmm. Rosalega er það stutt slóð.

Mögulega er þessi óreiða brottrekstrarsök, það er þó matskennt á þessu stigi. En ekki gætir mikillar hófsemi í framgangi þessa máls af hálfu oddvitans. Ég er ekki viss um að ég myndi ráða þennan Egil Sigurðsson í vinnu.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Löng slóðin hjá oddvita í Ásahreppi

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.