Ég á orðið erfitt með að verjast þeirri hugsun að Sigmundur Davíð sé að reyna að beina athygli fólks frá framferði ríkisstjórnarinnar með því að skipta sér í sífellu að málum sem koma honum ekki við.

Þetta á við um vitfirrt ummæli Sigmundar þar sem hann beinlínis hótar Háskóla Íslands minni fjárveitingum ef HÍ hætti að halda úti námsbrautum á Laugarvatni. Hér er enn og aftur á ferðinni tilraun Sigmundar til að gera Reykjavík að óvini landsbyggðarinnar og um leið sjálfan sig og Framsóknarflokkinn að Hróa Hetti allra sveitamanna.

Vissulega er þetta sá leikur sem Framsóknarmenn leika, að æsa upp landsbyggðarfólk enda koma kjósendur þeirra ekki úr Reykjavík, það mætti því kalla þetta kosningaskjálfta. En ekki er það neinum stjórnmálamanni til neins nema minnkunar að gera menntastofnun að bitbeini í pólitísku vinsældapoti. Hvers eiga nemendur þess skóla að gjalda að vera gerðir að slíkri skiptimynt ?

Ástæður fyrir flutningi á starfssemi HÍ frá Laugarvatni til Reykjavíkur eru raunverulegar, þangað fást ekki nemendur lengur og aðstöðu er þar verulega ábótavannt. Akademísk er gagnrýni Sigmundar Davíðs því ekki.

En búvörusamningur upp á 200 milljarða skal keyrður í gegn af offorsi og með ofbeldi. Bændasamtökin einfaldlega draga samninginn upp í samstarfi við stjórnarflokkana, samningurinn er undirritaður en hefur þó ekki en komið fyrir augu þingsins. Hvað þykist Sigmundur Davíð vera að gera með þessu, gera samning sem verður einfaldlega rift strax eftir kosningar af nýrri ríkisstjórn með viti ?

Aftur er verið að slá sig til riddara á landsbyggðinni, sýna þinginu yfirgang í krafti rúms meirihluta og með ofstækisfullum yfirlýsingum um vonda fólkið í 101 í Reykjavík eins og að þar búi eintómt skítalið. Og þá er um að gera að draga athyglina frá þessum geðveikislega verknaði með því að skipta sér að akademískum tilfæringum Háskóla Íslands. Lýðskrumið er algjört.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Lýðskrum Sigmundar Davíðs

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.