Að undanförnu hefur verið umtalað viðtal við fyrrverandi eiginkonu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar eins af oddvitum Flokks Fólksins. Í viðtalinu kemur hún stuttlega inn á reynslu sína af heimilsofbeldi. Ekki er til greint hvern er verið að tala um. Magnús Þór hefur sagt það ljóst að verið sé að ræða þarna um sig.

Yfir stendur gerð og birting á Kosningavakt Sandkassans 2017 þar sem hæfi flokkanna til að fara með stjórn útlendingamála er metið.

Það hvort að Magnús Þór hafi eða hafi ekki verið ofbeldismaður höfum við engar forsendur til að meta. Samkvæmt mínum heimildum hefur hann ekki verið kærður, ákærður eða dæmdur fyrir slík brot. Magnús Þór telst því kjörgengur og með óflekkað mannorð.

Við hér á Sandkassanum leggjumst eindregið gegn því að ásakanir á hendur einstaklingum um alvarleg afbrot séu rekin með einhverjum hætti á netinu eða á samfélagsmiðlum og við tökum ekki þátt í slíku þótt álit okkar á pólitískum áherslum Magnúsar Þórs sé þekkt. Þá er hér á ferðinni mál sem snertir ekki kjörgengi Magnúsar Þórs og hefur ekki áhrif á mat okkar á hæfi Flokks Fólksins til að fara með stjórn Útlendingamála á næsta kjörtímabili.

Magnús Þór Hafsteinsson kjörgengur og með óflekkað mannorð.

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn