Ég vil fyrir það fyrsta lýsa undrun minni yfir þessum yfirlýsingum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um meint netníð og þætti mér fróðlegt að fá nánari útlistingar á því netníði sem hann á að hafa orðið fyrir. Ekki hvað síst í ljósi þess að hann tjáir sig um það netníð í viðtali við einn helsta netníðing landsins, Arnþrúði Karlsdóttur.

Að því sögðu þá flokkast þessi reynslusaga fyrrverandi konunnar hans alls ekki undir netníð. Burt séð frá bakgrunni, réttmæti eða tímasetningu á birtingu fjölmiðla á þessari frásögn Ragnheiðar Runólfsdóttur, þá þykir mér rangt að fjalla um hana sem netníð.

Hitt er annað mál að Magnús Þór Hafsteinsson er vandræðamaður á leiksviði stjórnmálanna sökum andúðar hans á innflytjendum. Um þá andúð hans hefur meðal annars verið fjallað á alþingi. Aftur var þar alls ekkert netníð á ferðinni nema Magnús Þór sé eins og Arnþrúður tilbúin að kalla alla gagnrýni gagnvart sér netníð.

Steinun Valdís Óskarsdóttir, þá borgarfulltrúi sakaði Magnús Þór um kynþáttahatur árið 2006 í Silfri Egils. Þar var ekki um netníð að ræða.

Sögusteinum sem þessum er síðan haldið til haga á Sandkassanum í formi skjáskota af fréttum dagblaðanna í gegn um tíðina. Aftur og en einu sinni þá flokkast þær fréttir í Íslenskum dagblöðum ekki undir netníð.

Íslenskir Nýrasistar – 30. Magnús Þór Hafsteinsson

Að síðustu þá er Magnús þór Hafsteinsson á lista yfir Íslenska Ný-rasista á Sandkassanum.

Til þess að gefa þá greiningu út rennur okkur einungis skyldan og er vísað í þá greiningu. Hér er ekki á ferðinni netníð heldur blaðamennska með dassi af stjórnmálafræði.

Blaðamennska, er eitthvað sem Magnús og Arnþrúður ættu að láta eiga sig.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Magnús Þór Hafsteinsson og netníðingarnir

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.