Niðurstaðan er þingmaður sem er bara ekki þingmaður allra Íslendinga. Hann er ekki þingmaður minnihlutahópa og hann er ekki þingmaður Íslenskra innflytjenda eða Íslenskra múslima. Hann á því að segja af sér.

 

Málfrelsi þingmanna er algjört. Þeir eru aftur á móti ábyrgir orða sinna, um það þarf ekkert að deila. Það er einfaldlega náttúrulögmál að þingmaður sem lætur ítrekað frá sér eldfim ummæli sem eru særandi og ógnandi, hann þarf að útskýra þá afstöðu sína fyrir almenningi og þar af leiðir að þingmaðurinn þarf að útskýra sig fyrir sínum þingflokki. Í sumum tilfellum þarf viðkomandi að útskýra afstöðu sína fyrir þeim stjórnmálasamtökum sem þingflokkurinn er í forsvari fyrir.

Í sumum tilfellum þarf slíkur þingmaður að segja af sér og í flestum þeim ríkjum sem við miðum okkur við væri Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að undirbúa afsögn sína í þessum rituðu orðum. Afsögn er sjálfsögð og á að vera regla frekar en undantekning. Það á ekki að þurfa að vera hávaðadeilumál til margra mánuða að koma þingmanni eins og Ásmundi frá, það á ekki að þurfa að taka Hönnu Birnu á þetta.

Ásmundur er ekki að spila út í fyrsta skipti. Trúarhiti Ásmundar einfaldlega sæmir ekki Íslenskum þingmanni enda er alls engin hefð fyrir þessari hallelúja stjórnsýslu hér á landi sem maðurinn vill ítrekað mæla fyrir. Í aðdraganda jóla sagði Ásmundur í ræðustól alþingis:

„Ég hvet skólastjórnendur í grunnskólum landsins um allt land að standa vörð um kristna trú í okkar samfélagi og bjóða þá velkomna sem boða kristin gildi og fegurð jólanna fyrir börnin okkar. Virðulegur forseti, látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna”

Þetta þrátt fyrir að hér á landi sé fullt af börnum sem ekki eru kristin og eiga foreldra sem ekki vilja að börn þeirra sæki kirkju. Þetta tal um kristin gildi í skólastarfi er í raun algjör tímaskekkja og færi betur á því að trúarbrögðum væri haldið utan við skólastarf á vegum hins opinbera. Niðurstaðan er þingmaður sem er bara ekki þingmaður allra Íslendinga. Hann er ekki þingmaður minnihlutahópa og hann er ekki þingmaður Íslenskra innflytjenda eða Íslenskra múslima. Hann á því að segja af sér.

Málfrelsi þingmanna

| Leiðari |
About The Author
- Ritstjórn