mjó

Málfríður Sigrúnardóttir er myndlistakona og tattoo artisti. Eftir talsvert flakk milli Ísafjarðar, New York, Detroit og Akureyrar, þá starfar þessi listakona nú í Reykjavík á Tattoo og Skart við Hverfisgötu. Sandkassinn tók Málfríði tali fyrir nokkru, hún vann meðan á viðtalinu stóð með konu frá Portúgal í stólnum hjá sér.

 

 

10632575_10205580455213921_8639337019923013531_n

Málað með olíu

GW: Hvort viltu kalla þig myndlistamann eða myndlistakonu ?
M: Myndlistakonu
GW: Myndlistakonu
M: Já að sjálfsögðu
GW: Að sjálfsögðu já
M: hlær
GW: Ertu búin að vera að teikna og mála síðan þú varst krakki ?
M: Já já bara um leið og ég gat haldið á blýanti þá var ég byrjuð að teikna.
GW: Ok, þannig að teningunum var kastað mjög snemma ?
M: Já
GW: Já
M: Ég er búin að segja það bara frá því ég var á leikskóla að ég ætlaði að verða myndlistakona.
GW: Ok og þú ert það
M: Já

 

GW: Ég held það séu mjög margir sem átta sig ekki á því að tattoo artistar eru svo til alltaf teiknarar, málarar, þeir eru alhliða myndlistamenn.
M: Já
GW: Nú ert þú að mála mikið, ég hef aðeins séð eftir þig, hvaða tækni notarðu í að mála?
M: Ég nota olíu, ég hef prófað allt en einhvernvegin fann mig þar bara. Það er bara það eina sem ég nota við að mála.
GW: Finnst þér vera mikil tengsl milli þess sem þú aðhyllist eða finnst gaman að gera í tattooinu og svo hinsvegar í málningunni ?
M: Stundum, ég hef samt gaman af því að mála eitthvað sem ég gæti aldrei flúrað.
GW: Ok
M: Eitthvað sem myndi aldrei funkera sem flúr.

 

GW: Nei. En í tattooinu er einhver stíll sem þér finnst meira spennandi en aðrir ? Er það realismi eða ?
M: Ég er náttúrulega búin að vera ofsalega mikið í Black & Grey.
GW: Já
M: Black & Grey er eiginlega það vinsælasta í dag þannig að maður gerir mest af því. Þar af leiðandi þrífst maður best í því. Mér finnst náttúrulega gaman að gera litamyndir, en fæ bara minni tækifæri til þess.

 

GW: Hefurðu eitthvað skoðað þennan chicanismo allan sem oft er talað um að Black & Grey komi frá, úr Mexíkanska kúltúrnum í LA og þar í kring, Freddy Negrete sem dæmi?
M: Nei
10514168_10205094948236550_8652716161731117415_oGW: Þeir byrjuðu að gera Black & Grey í fangelsunum og voru að nota sót var það ekki ?
M: Þeir voru að nota brunnin dekk
GW: Brunnin dekk ?
M: Já þeir voru svo mikið að vinna í dekkjagörðum
GW: Náðu þeir að bræða þau eitthvað niður ?
M: Þeir náðu að bræða niður dekkin í litla dollu og svo þynntu þeir það út með því að pissa í það.
GW: ahahahhaaa vááá, það er rosalegt

 

M: Það var sko stórt mál í kring um það því þeir þurftu að pissa út í sitt eigið blek. Því annars varstu bara álitin hommi sko
GW: Annars varstu hommi.
M: Já
GW: Jaaaááá hahahahahhahaa okei
M: Ef þú gast ekki búið til þitt eigið blek þá varstu bara hommi, ekki það að mér finnist það eitthvað neikvætt en þeim fannst það. Það þótti einhver niðurlæging í því.

 

GW: Ok nú þú vinnur hjá Svani á Tattoo & Skart á Hverfisgötu.
M: Já

 

 

temp-1-1920x854-1920x728GW: En þinn tattoo ferill hann byrjaði ekkert hérna þú varst búin að vera annars staðar?
M: Ég fór til Bandaríkjanna, skellti mér þangað því það voru engir möguleikar hér. Ég var bara fullkomnlega staðráðin í því að þetta væri bara fyrir mig. Ég fann einhvern á netinu til að kenna mér, borgaði honum fullt af peningum, fór svo í óvissuferð því ég vissi ekkert hvort yrði tekið á móti mér á flugvellinum eða ekki en bara skellti mér á þetta. En það var tekið á móti mér þannig að. Ég lærði helling þar og fékk svona kickstart inn í þetta.
GW: Hvar var það?
M: Detroit

 

1912361_10205580438693508_2580455108703036508_oGW: Hvað varstu lengi hjá honum?
M: Ég var hjá honum í mánuð, ég var náttúrulega búin að vera í myndlistaskóla og hann lofaði að kenna mér hreinlæti og hvernig ætti að beita vélinni og þessi grunnatriði. Restin er náttúrulega bara reynsla sem kemur með tímanum. Það var mjög gaman.

 

GW: Síðan komstu heim og, byrjaðir eitthvað að fóta þig ?
M: Já, ég kom hérna heim og var búsett á Ísafirði, flúraði helling þar, prófaði svo að opna mína eigin stofu.
GW: Á Ísafirði ?
M: Já bara yfir eitt sumar til að prófa. Það gekk bara rosalega vel.
GW: Já nóg að gera?
M: Jájájájá

 

GW: Ok, en svo flyturðu í bæinn
M: Svo flyt ég í bæinn og þá var ég búin að taka mér smá pásu í þessu tattoo dæmi. Ég hafði ekkert efni á því að fara út aftur og mig langaði að læra meira og einhvernvegin asnast ég til þess að fara að búa á Akureyri. Þaðan fer ég til Bandaríkjanna aftur en nú til New York.
GW: Ok
new_york_hop_1M: Þá var ég sem sagt hjá vinkonu minni sem ég kynntist í Detroit en hún var að vinna á stofu á Long Island. Ég bjó hjá henni í nokkra mánuði meðan ég var að endurmennta mig.
GW: Svona viða að þér meiri þekkingu
M: Já
GW: Já, vannstu eitthvað á stofunni hjá henni eða ?
M: Já ég var sem sagt að vinna á þeirri stofu
GW: Hvernig er að vinna á Tattoo stofu í New York ?
M: Það er rosa skemmtilegt
GW: haha ég skal trúa því
M: Mikið af furðufuglum, kúltúrinn þarna er rosalega skemmtilegur. Ég myndi nú ekki vilja búa þarna, ég ætlaði mér að flytja út og þetta var líka eins konar test hvernig væri að búa þarna. Ég fílaði nú ekki alveg þetta Ameríska, saknaði Íslands þannig að ég kom aftur heim.
GW: Hvenær komstu svo heim?
M: Í lok sumars 2012 og stuttu seinna fæ ég vinnu hér.

 

GW: Og þú ert búin að vera að taka þátt í Reykjavík Tattoo Expo tvisvar, hvernig er að sitja svona og flúra innan um fullt af öðrum tattoo artistum, fyrir framan fullt af fólki, er það ekki svolítil pressa ?

Svanur og Sessa

Svanur og Sessa

M: Það var pínu scary fyrst, en ég náttúrulega er svo heppin að vinna á stofunni sem er að halda þetta Expó (skellihlær) Þannig að ég er með Svan og Sessu alveg með mér í liði og,
GW: Já, eru þeu ekki fín ?
M: Þau eru algjör yndi!
GW: já
M: Þannig að ég var svona pínu VIP (við skellihlægjum)
GW: ok
M: Alveg með handleiðslu í öllu þannig að ég þurfti í rauninni ekki að hafa neinar áhyggjur af því að vera til sýnis þarna.

 

GW: Já. Þannig að þú ert eins og margir aðrir, þú hefur mikin áhuga á Black & Grey, er eitthvað fleira sem þig svona langar að kíkja á, sem þú myndir vilja þróa þig meira í ?
M: Ég er svolítið að fara meira inn í ornamental núna, mér finnst það rosalega spennandi. Það er líka stíll sem er að koma mjög sterkur inn, þessi hennamynstur og mandölur, það er rosa skemmtilegt.

 

Málfríður að störfum

Málfríður að störfum

GW: Hvað finnst þér um alla þessa raunveruleikaþætti eins og Ink Master t.d. hefurðu horft á Ink Master ?
M: Já
GW: Hvernig sýnist þér styrkleikinn vera á þessum keppendum, eru þeir ekki ansi misjafnir ?
M: Þeir eru frekar misjafnir
GW: Sumir bara hreint út sagt lélegir er það ekki ?
M: Já það er verið að fókusera á að hafa þetta sem mest juicy, ætli það sé ekki verið að casta þetta eftir karakterum?
GW: Verið að búa til svona,
M: Smá drama og
GW: Læti og drama, af því ég meina myndi maður einhverntíman láta svona ef maður myndi fara í svona keppni, myndi maður eitthvað vera með svona rugl í staðin fyrir að einbeita sér bara að því að flúra ?
M: Jú nákvæmlega
GW: Og reyna að vinna keppnina ekki vera með svona rugl
M: Þeir eru að fá inn soldið sterka karaktera í dramað og þannig held ég að þessir þættir þrífist, það væri örugglega ekkert gaman fyrir þá sem hafa ekkert vit á tattooum að horfa á þetta ef þetta væri bara verið að horfa yfir öxlina á einhverjum að flúra.

 

GW: Ég þarf að spyrja þig út í hundana þína.
M: Já ég á einn hund.
GW: Þú átt Rottweiler hund,
M: Já hún er 6 ára
GW: Er hún búin að eiga hvolpa ?
M: Nei ég legg ekki alveg í það
GW: Víða erlendis er fólk mjög óttaslegið við Rottweiler hunda, er einhver ástæða til að óttast Rottweiler hunda?
M: Þeir eru náttúrulega varðhundar í eðli sínu og ég myndi ekkert vilja vera ókunnugur að brjótast inn heima hjá mér.
GW: Það væri bara guð hjálpi innbrotsþjófinum.
M: Já Hann passar heimilið alveg bara
GW: Já það þarf ekkert að kenna þeim það
M: Nei, það er eitthvað sem er aldrei hægt að ná úr þeim. Sama hvað maður gerir. Ég á náttúrulega heima í 101 og það er mjög mikið fólk að koma inn í garðinn á nóttunni og hann passar alveg að ég viti af því.
GW: Já það er alvöru varðhundur.
M: Já stundum stekkur hann upp í rúm til mín og leggst ofan á mig. (Skellihlægjum bæði tvö)
GW: Hún vill sofa upp í
M: Hún vill sofa upp í sko, ef það er fólk fyrir utan og hún nær ekki að hræða það í burtu þá kemur hún og leggst ofan á mig. Það er ekkert rosalega þægilegt hún er það stór
GW: Hún leggst ofan á þig þá ætlar hún að passa þig ?
M: Já
GW: Já það er þannig, já hún er svolítið þung. Hvað heldurðu hún sé 50 kíló ?
M: Hún er einhversstaðar á milli 45 – 50.
GW: Þannig að það er alveg ágætt að fá það, það eru svona 2 hveitipokar að fá ofan á sig. En leggurðu svolítið upp úr að sýna henni mýkt ?
M: Já að sjálfsögðu
1266343_10202080073429101_225578781_oGW: Vegna þess að sumt fólk vill sýna hundum hörku, mér er ofsalega illa við það.
M: Já mér er mjög illa við það.
GW: Það sagði mér dýralæknir í Mexíkóborg að hundar eru með það í sínu eðli að passa fólkið sitt og það þarf faktískt ekki að kenna þeim það. Svo eru sumir sem eru að reyna að kenna hundum það.
M: Já ef þú kennir hundi grimmd þá lærir hann grimmd.
GW: Já þeir eru bara eins og svampar, eins og börn.
M: Já. Rottweiler þarf til dæmis mjög mikin aga, en alveg jafn mikla ást upp á móti. Helst helmingi meiri ást.

 

Kona í tattoo heiminum

GW: Nákvæmlega þetta er mjög mikilvægt, við erum sammála um það.
Er eitthvað sem þér þykir vera öðruvísi við að vera kona, tattoo artisti, eða,,,eða breytir það engu eða er þetta bara asnaleg spurning, er þetta eitthvað sem allir eru að spyrja þig að og þú nennir ekki að svara ?
M: Sumir líta soldið niður á að maður sé kona
GW: Ég trúi því ekki, er það virkilega ?
M: Já
GW: Ótrúlegt, erum við svona stutt komin ?
M: Sumir
1609932_10204138838854413_4309914297938896720_nGW: Sko ég segi því ég kenni á trommur og ég hef tekið eftir því að konur sem eru trommarar og eru ekkert síðri heldur en karlar, að það er endalaust verið að tala við þær ekki sem trommara heldur sem kventrommara. Og ég hugsa stundum erum við svona bækluð enn þá ?
M: Ætli þetta taki ekki bara sinn tíma að vaxa í fyrstu ? Við erum að þróast mjög hratt finnst mér. Miðað við hvernig þetta var fyrir 50 árum. Bara tattooið sjálft fyrir 20 árum,

 

GW: þetta voru bara, ég man þegar ég fékk mér fyrsta tattooið þá, þetta voru bara myrkraverk. Hann mátti ekki gera tattoo. Hann sagði ég hringi í þig og vertu bara tilbúin. Svo allt í einu hringdi hann og sagði, hittu mig þarna og maður fór að hitta hann í einhverju heimahúsi.  Og þá fór hann með mann á annan stað. Sko þetta voru allt varúðarráðstafannir enda tattoo bannað á þessum tíma. (Við skellum upp úr) Þetta var Helgi Tattoo (Hinn eini sanni).

 

M: Já svona er þetta bara og mér finnst við vera að þróast alveg rosalega hratt í rétta átt.
GW: Já þróunin er mjög hröð og tattoo er orðið mainstream sem hefði verið óhugsandi fyrir ekki löngu síðan.

 

M: Ég myndi segja að svona 70 – 80% af mínum kúnnum séu kvenfólk. Ég veit ekki alveg hvort það er vegna þess að konur eru að leita til mín af því að ég er kona.
GW: Kannski þykir konum þægilegra að koma í tattoo til konu og vice versa ?
M: Já, mér finnst vera að færast í aukana að konur fái sér tattoo, stór verk. Þær eru að leggja í sleeve og backpeace og, ég er mjög ánægð með þær.
GW: Myndir þú segja að The girl with the dragon tattoo hafi haft áhrif til að markaðssetja tattoo fyrir konur, nú var hún bara með flennistóran dreka yfir öxlina ?
M: Já ég held að það sé engin spurning að þessi miðill, sjónvarp og kvikmyndir hafa gríðarleg áhrif og samfélagið frekkur í sig sem þar ber fyrir augu, akki spurning.

10012809_10203863262765183_2501252701956161310_oGW: Ég á nú eftir að koma í tattoo hjá þér einhverntíman
M: Já
GW: Ekki spurning. En þú ert úr sveit er það ekki ?
M: Ég er svona blendingur, ég er eiginlega bæði að austan og vestan. Ég ólst upp á Stöðvarfirði, svo flutti ég á Þingeyri en fjölskylda mín í móðurætt býr þar. Kláraði grunnskólann þar. Svo fór ég yfir á Ísafjörð og, svo aftur í bæinn og, ég er eiginlega svolítið mikið flökkudýr, ég helst aldrei lengi á einum stað.
GW: Ertu sígauni ?
M: Já (hlær) en ég er allavega mjög ánægð með það að ég er búin að festast hér, ég held ég fari ekkert héðan.
GW: Hefurðu pælt í að, því ég sé að mikið af þessu fólki sem kemur á Expóið þetta er fólk sem er bara að ferðast stóran hluta úr árinu.
M: Já
GW: Er það eitthvað sem að höfðar til þín ?
M: Neiii, það væri erfitt, ég er náttúrulega með hundinn, þetta er soldið eins og að vera með lítð barn, það væri örugglega auðveldara fyrir mig að fá pössun fyrir barnið sko.
GW: Svo eiga þessi ferðalög nú ekkert við alla.
M: Nei
GW: Ég tek eftir því að Adrian Machete hann er bara að ferðast mjög mikið bara svo til út í eitt.
M: Við erum einmitt með fólk sem kemur reglulega til okkar, það er bara á flakki allt árið.

 

Skipulag er mikilvægt

GW: Einhver framtíðarplön sérstök, hvernig sérðu fyrir þér svona nærframtíðina svona næstu 5 árin, eitthvað sérstakt sem þú ert að stefna að?
10386751_10152537850307940_4724665354796576278_nM: Ég er náttúrulega alltaf með fullt af markmiðum sko, það vantar ekki. Ég er alltaf með markmiðalista á ískápnum.
GW: Já þannig þú setur markmið niður á blað og
M: jájájájá ég er svona gera lista yfir að gera lista týpa, (hlær), ég þarf að vera svo rosalega skipulögð.
GW: En þannig að þú ert með svona langtímamarkmið sem að þú vinnur að með semingi alveg og gefur þig ekkert með.
M: Já
GW: Ok þetta er nú svona uppskriftin að,,, eða þeir artistar sem ná árangri þeir gera þetta.
M: Já, maður verður að hafa hugsjón, maður verður að hafa eitthvað til að stefna að. Annars er maður bara staðnaður. Ég skipti í flokka sko, markmiðunum. Skammtíma og langtíma. Svo er ég mjög dugleg að hafa það algjört secret (hlær).
GW: Hefurðu haldið sýningar á málverkum ?
M: Já já nokkrar á kaffihúsum.
GW: Og þú selur vel ?
M: Já. Svo er ég ljóðskáld
GW: Þú ert ljóðskáld og rappari
M: Já rappari, það er bara áhugamál.
GW: Og ertu með einhvern ferið að baki í því?
M: Nei ég myndi nú ekki segja það, einhverjar upptökur til, en ég er svo sem ekkert að auglýsa sjálfa mig sem rappara, þetta er bara svona aukaáhugamál. Ég er náttúrulega búin að vera að semja texta frá því ég var krakki, rosa mikið. Á alveg 20 stílabækur fullar af einhverju.

25205_10150185308285721_2120134_n

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Málfríður Sigrúnardóttir hjá Tattoo & Skart – viðtal

| Viðtalið |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.