Menning er síbreytileg og fljótandi og hún stendur aldrei í stað. Hún á sér engin landamæri. Menning er ekki sagnfræði eða fortíðarljómi. Menning er ekki í eigu neins og menningin sem slík á engar eignir. Þeir sem vilja stýra þróun menningar vilja í raun afnema frelsi annarra. Stærstur hluti listalífs hér á landi er byggður á erlendum straumum og stefnum. Að stærstum hluta upp apað að sjálfsögðu.

Íslensk tónlistarhefð er í raun engin. Matargerð er öll innflutt frá Danmörku, Ítalíu og Frakklandi. Tungumálið er í raun hið sama og talað er á Norðurlöndum.

Menning í skilningi orðsins (Mannlíf), lýtur engum reglum.

Heimspekingurinn Thomas Hoobs hélt því fram að náttúrlegt ástand sem lyti engum siðareglum væri eins konar stríðsástand gerræðis og ofbeldis.

Þegar fjölmenning er gagnrýnd þá er í raun verið að gagnrýna meintan skort á siðferði eða yfirvofandi hnignun siðferðis. Fjölmenningin muni leiða af sér hrun almennra siðareglna sem muni leiða af sér upplausnarástand.

Þessi gagnrýni gefur sér þá forsendu að menning sé stöðug og í föstu formi eins og hver annar málmur eða grjót. Ef að svo væri þá hefðum við lítið að óttast. Við myndum heldur ekki tala tungumál eða leggja stund á listsköpun.

En óttinn er stærsti glæpur mannkynsins.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Menning í föstu formi

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.