Bernie Sanders 1

Það hefur jafnan borið á furðulegum ummælum fjölmiðlafólks í garð netmiðla og samskiptamiðla, í sumum tilfellum má jafnvel greina fyrirlitningartón og orðið “bloggari þá notað sem hálfgert skammaryrði. Ég tek þó fram að líklega er flest fjölmiðlafólk ágætlega meðvitað nú orðið um raunveruleikann í netheimum. Í gegn um tíðina hefur verið sagt að fjölmiðlar séu fjórða valdið.

Ef við ættum að bera saman netmiðla vs hefðbundna miðla, þ.e.a.s. Sjónvarp, útvarp og prent, þá ber að skoða með opnum huga þá staðreynd að yngra fólk sækir mun meira í netmiðla, það vill eiga möguleika á að svara fréttaflutningi sem dæmi. Fólk í dag er orðið vant því að fá upplýsingar strax í stað þess að bíða eftir niðurstöðu einhverra misjafnlega sjálfstæðra fréttastjóra. Fréttaveitur og álitsgjafar svona rétt eins og sá sem hér situr, lenda ítrekað í því að störf þeirra skarist við störf fréttafólks. Einnig eru það álitsgjafar og bloggarar sem láta viðmælendur fjölmiðlanna vita hvernig þeir hafa staðið sig í umfjöllun sinni með fréttarýni eða gagnrýni á fréttaflutning, gagnrýni á viðtöl og gagnrýni á úrvinnslu frétta og viðfangsefna.

Bloggarar og fréttaveitur (jafnan afmarkað svið frá hefðbundinni fréttamennsku), eru oft á tíðum sjálfstæðir fjárhagslega við sína iðju sem hefur ótvíræða og augljósa kosti.

Bernie Sanders 2

En ég fæ sem dæmi mun meiri lesningu heldur en margir af þingmönnum þjóðarinnar sem þýðir að margt fólk er augsýnilega uppteknara af því sem ég hef að segja en hinir og þessir þingmenn. Það sama má segja um Jónas Kristjánsson og Egil Helgason, það sama má segja um Teit Atlason. En er þetta til marks um að fjölmiðlafólk ætti kannski að hugsa sig betur um áður en það hefst handa við að ræða með niðrandi hætti um netmiðla og bloggara ?

Tja það verður bara hver og einn að gera upp við sig. En það er vissulega vert að skoða sem dæmi uppgang Pírata hér á landi en þeir eru í raun internets-stjórnmálahreyfing. Einnig skulum við skoða Social-demókratann Bernie Sanders sem keppir nú um útnefningu Demokrataflokks Bandaríkjanna til forsetakjörs. Framboðsherferð Bernie Sanders fer fyrst og fremst fram á netinu og kjósendur hans eru að stærstum hluta ungt fólk sem einfaldlega sér ekki fjölmiðlaflóruna sömu augum og eldra fólk. Bernir Sanders er en mjög sigurstranglegur.

Þannig að hvar liggur valdið í dag, liggur það hjá Wall Street og Hillary Clinton, eða liggur valdið hjá samskiptamiðlum og Bernie Sanders ?

Liggur valdið hjá fjölmiðli sem rekin er með fjármagni sem komið er til með illa fengnu sjávarfangi, eða liggur valdið hjá mér, Jónasi og Agli ?

Því hverjum treystir fólkið í landinu, fjölmiðlum sem reknir eru af auðmönnum, eða okkur sem vökum og sjáum og erum engum háðir ?

En í endan á þessari hugleiðingu, þá má segja að þessir miðlar, fréttastofur, prent og ljósvakamiðlar í bland við (oft) óháða og sjálfstæða álitsgjafa (bloggara), mynda í dag vissan upplýsinga-vegg sem er margþættur og um leið gríðarlega valdamikill, valdameiri en alþingi oft á tíðum.

Það má tala niðrandi um fjölmiðla sem og álitsgjafa. Það er raunar nauðsynlegt að gagnrýna þessa aðila stanslaust. En eftir stendur sú staðreynd að búsáhaldabyltingin hefði aldrei átt sér stað ef ekki hefði komið til netið. Arabíska vorið hefði ekki átt sér stað heldur nema á netinu. Það væri ekki en komið til málfrelsi í mjög mörgum þriðja heims ríkjum ef ekki væri fyrir internetið og samskiptamiðla. Það var ekki heldur Indefence sem kom í veg fyrir að Íslendingar samþykktu Icesave, nei það vorum við netverjar, álitsgjafar, bloggarar, sem beinlínis komum alþingi í þá stöðu (sem oftar), með linnulausum þrýstingi dag hvern, að alþingi missti umboð sitt í Icesave málinu.

Bernie Sanders 5

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Minnimáttarkennd út í netmiðla

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.