Cult

Tvívegis hafa átt sér stað í mistök hér á Sandkassanum þar sem að upplýsingar okkar hafa verið að annars vegar fyrirtækið Pottagaldrar og hins vegar verslunin Kostur Dalvegi hafi hætt viðskiptum við Útvarp Sögu. Þessar upplýsingar reyndust annað hvort rangar, eða þá að ákvarðanir voru teknar innan þessara fyrirtækja sem síðan var snúið við. Í öllu falli þá munum við héðan í frá leita staðfestingar beint frá stjórnanda viðkomandi fyrirtækis.

Allianz tryggingafélag hefur sem dæmi dregið sig út úr viðskiptum við Útvarp Sögu og vil ég hrósa stjórnendum fyrirtækisins fyrir þá ákvörðun. Fyrirtækin 1819 og Húðfegrun eru samkvæmt upplýsingum á síðu netákallsins hætt í viðskiptum við Útvarp Sögu og hrósa ég þeim báðum fyrir að taka þar með afstöðu gegn hatursherferð Þáttastjórnenda á Útvarpi Sögu gegn innflytjendum, flóttafólki, samkynhneigðum og transfólki, sem og femínistum og oft á tíðum gegn konum almennt.

Þá ber að halda því til haga að fyrirtæki eins og Kostur og Góa, munu verða sett hér á svartan lista ef þau verða ekki við áskorun átaksins, um að hætta tafarlaust öllum viðskiptum við Útvarpsstöðina. Þá verður almenningi ráðlagt að beina viðskiptum sínum annað en til þeirra fyrirtækja.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Mistök í framsetningu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.