Ögurstund Lýðræðis

Sandkassinn mælist til þess að fólk hætti að kaupa eða lesa Morgunblaðið og er blaðið komið á Svarta listann. Fyrir á listanum er Útvarp Saga. Það þarf talsvert til að svona fari. Fyrirtæki fer ekki á svartan lista hjá okkur fyrr en margítrekað hefur átt sér stað alvarleg aðför að minnihlutahópum og sýnt þykir að sú aðför sé kerfisbundin. Þ.e.a.s. ekki duttlungum háð eða um einangruð tilfelli að ræða, mistök eða greinarskrif einstaklings svo dæmi séu tekin.

Morgunblaðið hefur í langan tíma haldið úti massífum áróðri gegn hagsmunum innflytjenda og flóttamanna og eru þau viðhorf sem dag eftir dag birtast í ritstjórnarskrifum blaðsins hreint út sagt óboðleg í jafn miklu magni og um ræðir. Þarna er um að ræða gamlan Íslenskan fjölmiðil sem fjöldi fólks reiðir sig á með grunnupplýsingar, dánarfregnir og veður sem dæmi. Þá er það með hreinum einsdæmum í Íslenskri fjölmiðlasögu að svo víðlesin og valdamikill fjölmiðill skuli misnota svo aðstöðu sína til að koma röngum og villandi upplýsingum um innflytjendur inn á hrekklausa lesendur sína.

Sandkassinn styðst við  Lög um mannréttindasáttmála Evrópu1)1994 nr. 62 19. maí þar sem segir: “14. gr. [Bann við mismunun.]1)Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu.” á vef alþingis

Einnig með vísan í Stjórnarskrá Íslands VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

11037082_10153508245699178_1839550343082091533_n

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Morgunblaðið á svartan lista

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.