Líf allra skipta máli – Mótmæli gegn rasisma og ríkisreknu ofbeldi, hérlendis og erlendis

Ameríska sendiráðið / U.S Embassy, Laufásvegi 21, 101 R / 23. desember kl. 19.30

English below


Tilefni mótmælanna er að láta í ljós andstöðu okkar við kynþáttafordóma, kerfislægt ofbeldi og vopnaburð lögregluþjóna hvarvetna. Morð bandarískra lögregluþjóna á óvopnuðum svörtum mönnum, sem hafa komist í hámæli nýlega, er kveikjan að mótmælum okkar. Með þeim viljum við lýsa yfir stuðningi við mótmælaaðgerðir vestra og votta fjölskyldum hinna myrtu samúð okkar. Atburðirnir staðfesta að líf myrtu mannanna eru ekki metin til jafns við líf lögreglumannanna, og er aftur og aftur staðfest af bandarískum dómstólum.

Á Íslandi verða útlendingar, sér í lagi flóttafólk, ítrekað fyrir kerfisbundnum fordómum og mannréttindabrotum. Líf þeirra og framtíð eru oft á tíðum í höndum stofnana sem hafa ítrekað sýnt fram á að þeirra réttindi og líf skipta engu máli. Má þar nefna t.a.m mál Tony Omos. Þrátt fyrir að ráðherra innanríkismála hafi vikið sæti vegna þeirrar mannvonsku sem ráðuneyti hennar varð uppvíst að og afhjúpaðist í lekamálinu, sér íslenska ríkið engu að síður ekki sóma sinn í því að taka hælisumsókn hans til efnislegrar meðferðar hér á landi, hvað þá að hann fái að hitta ungan son sinn.

Þá er einnig skammt að minnast líkamsárásar lögreglumanna gagnvart Chaplas Menka, http://grapevine.is/news/2014/09/24/man-brutalised-by-icelandic-police/

offorsið sem einkenndi Auðbrekkuárásina svokölluðu, http://www.dv.is/frettir/2014/1/12/audbrekkuinnras-lidur-i-eftirliti-med-utlendingum-EMK24O/
svo einungis nokkur dæmi séu tekin.

Við hvetjum önnur mannréttindasamtök og allt baráttufólk fyrir friði og jafnrétti til að láta sjá sig.

No Borders Iceland- Black lives matter – all lives matter

U.S Embassy, Laufásvegi 21, 101 R / 23. December 7.30 PM

1441261_814696088596853_838189517708947631_nIn the light of recent events in America, where unarmed black men have been gunned down by police, we call for this protest in Reykjavík. We protest agains racism, state violence and armed police everywhere, in solidarity with the the families of the victims and people all over the States who have risen up against the racist police killings. The events in the United States manifest that the lives of the murdered black men are valued less than the lives of the policemen and has been confirmed, again and again, by the U.S court.

In Iceland, foreigners and especially refugees, are repeatedly confronted with systematic prejudice and violations of human rights. Their lives and future are often in the hands of institutions who value their lives and rights as insignificant. The case of nigerian asylumseekerTony Omos is a prime example. Even though the Minister of Interior was forced to step down after the misanthropy of her ministry was unveiled in a case of leaked and falsified document about Omos,

http://grapevine.is/news/2014/11/21/breaking-news-minister-of-interior-hanna-birna-kristjansdottir-resigns/
the Icelandic state still sees no reason to process his application for asylum, not to mention allowing him into the country to see his Iceland-born, few months old son. Tony Omos will spend Christmas in limbo on the streets of Italy.

A few months back a black, foreign man in custody was brutalised by icelandic police: http://grapevine.is/news/2014/09/24/man-brutalised-by-icelandic-police/

Home of foreigners, many of them refugees was raided by police squat team: http://grapevine.is/news/2013/10/31/asylum-seekers-to-file-charges-against-police/
just to name a few examples of the opression.

We call for other human rights associations to show up, as all people who fight for peace and justice.

No Borders Iceland – Black lives matter – all lives matter

Mótmæli gegn rasisma og ríkisreknu ofbeldi, hérlendis og erlendis

| Samantekt |
About The Author
- Ritstjórn