american-muslim2

Aðsend grein

Múslimar eru ekki hryðjuverkamenn: Staðreyndirnar um Íslam og hryðjuverk.

(Þýdd grein eftir Omar Alnatour)

 

http://www.huffingtonpost.com/omar-alnatour/muslims-are-not-terrorist_b_8718000.html

 

Í hvert skipti sem hryðjuverk eða skotárás á sér stað fylgjast múslimar með mikilli örvæntingu og biðja þess að hinn grunaði sé ekki múslimi. Það er ekki vegna þess að hryðjuverkamennirnir séu múslimar heldur vegna þess að í þeim tilvikum sem þeir eru í raun múslimar, sjáum við aukna fjölmiðlaumfjöllun og öfgafullt og ósanngjarnt hatur gegn múslimum.

Sem múslimi er ég þreyttur á að fordæma hryðjuverkaárásir sem eru framdar af einfaldlega ofbeldisfullu fólki sem misnota trúarbrögð mín. Ég er þreyttur á að fordæma þessar árásir gagnvart fólki sem er rólegt og sýnir litla samúð þegar múslimar eru myrtir[1] af þessum sömu öfgafullu hryðjuverkamönnum.

Ég er þreyttur á að heyra orðið “hryðjuverkamaður” ekki notað þegar hinn grunaði í hryðjuverkaárás er ekki múslimi. Ég er þreyttur á að heyra sagt “geðveikur” þegar einstaklingur grunaður um hryðjuverkaárás er hvítur. Ég er þreyttur á að sjá hundruði hryðjuverkárása, framda af þeim sem ekki eru múslimar, fá ekki sömu athygli og einu sinni ein hryðjuverkaárás þar sem vill til að hinn grunaði er múslimi.

Umfram allt er ég orðinn þreyttur á að þurfa að segja ítrekað að múslimar séu ekki hryðjuverkamenn. Það er kominn tími á að við þöggum niður í þessari íslamsfóbíu[2]  með staðreyndum. Næstu fimm punktar mínir munu sanna í eitt skipti fyrir öll að múslimar séu ekki hryðjuverkamenn:

  1. Þeir sem ekki eru múslimar eru meirihluti hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum:

Samkvæmt FBI[3] , 94% þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Bandaríkjunum frá 1980 til 2005 hafa verið framin af þeim sem ekki eru múslimar. Þetta þýðir að grunaður Bandarískur hryðjuverkamaður er meira en níu sinnum líklegri, að vera ekki múslimi, en að vera múslimi. Samkvæmt sömu skýrslu voru hryðjuverk gyðinga fleiri en múslima, en hvenær heyrðir þú síðast um hryðjuverk gyðinga í fjölmiðlum? Af sömu ástæðu og við getum ekki kennt öllum iðkendum gyðingdóms og kristni um ofbeldisverk framin í nafni trúar þeirra, þá höfum við engan réttlætanlegan grunn til að kenna múslima við hryðjuverk.

  1. Þeir sem ekki eru múslimar eru meirihluti hryðjuverkamanna í Evrópu:

Það hafa verið meira en eitt þúsund hryðjuverkaárásir í Evrópu síðustu fimm árin. Giskaðu á hversu mörg prósent þessara hryðjuverkamanna voru múslimar. Rangt, giskaðu aftur. Þeir eru færri en 2%.[4]

  1. Jafnvel þótt allar hryðjuverkaárásir væru framdar af múslimum, gæturðu samt ekki bendlað hryðjuverkum saman við íslam:

Það hafa verið framdar 140.000 hryðjuverkaárásir á heimsvísu síðan 1970.[5]  Jafnvel þó múslimar hefðu framið allar þessar árásir (sem er fáránleg ágiskun miðað við staðreyndina í fyrsta punktinum), þá myndu þessir hryðjuverkamenn telja minna en 0,00009 prósent af öllum múslimum. Til að setja hlutina í samhengi, þýðir þetta að líklegra sé að þú verðir fyrir eldingu[6] á lífsleiðinni en að múslimi fremji hryðjuverk innan sömu tímamarka.

  1. Ef allir múslimar eru hryðjuverkamenn, þá eru allir múslimar friðarsinnar:

Sömu tölfræði hugleiðingar og notaðar eru til að ranglega brennimerkja múslima sem ofbeldisfólk má nota nákvæmar til að skilgreina múslima sem friðsamt fólk. Ef allir múslimar eru hryðjuverkamenn vegna þess að einföld tala hryðjuverkamanna eru múslimar, þá eru allir múslimar friðarsinnar vegna þess að 5 af síðustu 12[7]  vinningshöfum Friðarverðlauna Nóbels (42 prósent) hafa verið múslimar.

  1. Ef þú ert hrædd/ur við múslima ættirðu einnig að vera hrædd/ur við húsgögn og ungabörn:

Rannsókn gerð af Háskóla Norður Karólínu sýndi að minna en 0,0002%[8]  af Bandarískum fórnarlömbum morða, síðan 11. September, var myrt af múslimum. (Kaldhæðnislega þá var þessi rannsókn framkvæmd í Chapel Hill: sama staðnum og hvítur ekki-múslimi myrti þrjá saklausa múslima í atviki sem fjölmiðlar skilgreindu sem bílastæða rifrildi). [9] Byggt á þessum tölum, sem og tölum Consumer Product Safety Commission[10] , er líklegra að hinn venjulegi Bandaríkjamaður deyi kraminn undan sófa sínum eða sjónvarpi, frekar en myrtur af múslima. Í reynd voru Bandaríkjamenn líklegri til að vera myrtir af ungabarni 2013[11] en af svokölluðum “múslimskum hryðjuverkamanni”.

Þegar drukkinn ökumaður veldur bílslysi þá kennum við aldrei bílaframleiðandanum um gáleysi ökumannsins. Það er vegna þess að við skiljum að við getum ekki kennt heilu bílafyrirtæki, sem framleiðir milljónir af öruggum bifreiðum, um það að einn bíll þeirra var yfirtekinn af stjórnlausri persónu sem notaði bílinn til að valda skaða. Svo hvaða rétt höfum við til að fordæma trú yfir 1,6 milljarða manna vegna gjörða mjög fárra?

Ég neita því ekki að hryðjuverk eru raunveruleg ógn, það er svo. Hins vegar er það mjög rangt að tengja saman orðin “múslimi” og “hryðjuverkamaður” þegar allar staðreyndir sýna fram á annað. Eina leiðin til þess að við sem Bandaríkjamenn getum sigrast á hryðjuverkum hér heima og í heiminum er að ráðast gegn raunverulegum orsökum þeirra. Það hafa verið 355 stórar skotárásir[12] í Bandaríkjunum á þessu ári og að ranglega kenna múslimum um San Bernardino skotárásina mun ekki gera neitt til þess að tækla alvarleg vandamál. Það er kominn tími til að við tæklum hryðjuverk á skynsamlegan og yfirvegaðan hátt.

Sem Bandarískur múslimi biðla ég til ykkar að taka alvarlega til greina þær staðreyndir sem ég hef birt í næsta skipti sem þú sérð fyrirsögn um múslima og hryðjuverk. Martin Luther King Jr. sagði einu sinni, “hatur getur ekki eytt hatri, aðeins kærleikur getur það”. Við getum ekki leyft ósanngirni í fjölmiðlaumfjöllun að blinda okkur fyrir staðreyndum og breyta okkur í hatursfullt fólk, við erum skynsamari en svo.

 

[1] http://www.cnn.com/2015/01/15/opinion/obeidallah-al-qaeda-hypocrisy/

 [2] http://www.huffingtonpost.com/news/islamophobia/

 [3] https://www.fbi.gov/stats-services/publications/terrorism-2002-2005

 [4] http://thinkprogress.org/world/2015/01/08/3609796/islamist-terrorism-europe/

 [5] http://www.start.umd.edu/gtd/

 [6] http://www.lightningsafety.noaa.gov/odds.shtml

 [7] http://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/

 [8] http://sites.duke.edu/tcths/files/2013/06/Kurzman_Muslim-American_Terrorism_in_2013.pdf

 [9] http://www.huffingtonpost.com/erik-ose/why-the-chapel-hill-shooting-hate-crime_b_6681968.html

 [10] http://www.cpsc.gov//PageFiles/108985/tipover2011.pdf

 [11] http://forward.com/opinion/176043/more-killed-by-toddlers-than-terrorists-in-us/

 [12] https://www.washingtonpost.com/news/wonk/wp/2015/12/02/the-san-bernardino-mass-shooting-is-the-second-today-and-the-355th-this-year/

 

Múslimar eru ekki hryðjuverkamenn: Staðreyndirnar um Íslam og hryðjuverk.

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn