Fátt er skemmtilegra en að eiga góða ömmu og afa. Börn sem eru heppin í lífinu fá að kynnast hlýju gamla fólksins og oft á tíðum ofdekurs þeirra. Við tengjum ömmurnar og afana við eitthvað gott og skemmtilegt.

Það fólk sem myndar nasistahreyfingar heimsins kemur oft frá vondum heimilum þar sem uppeldi var lélegt og ást lítil sem engin. Því miður verður slíkt fólk oft að byssufóðri fyrir illa innrætta öfgamenn sem eiga auðvelt að fá fólk með brostna persónuleika til að hata aðra og í mörgum tilvikum fremja illvirki fyrir málstaðinn. Hér er alls ekki verið að segja að allir þeir sem komi frá vondum heimilum séu auðveld skotmörk og sem betur fer nær flest það fólk að byggja sér upp gott líf þegar komið er á fullorðinsár. Sumir leita þó einföldu lausnana og vilja kenna heilum saklausum hópum um ófarir sínar.

Í slíkum hreyfingum er oft litið til leiðtogana sem foreldraímynda og sem ímynda ömmu og afa. Hinar svokölluðu “ömmur” þessara hreyfinga eru að mörgu leyti eins og góðar ömmur eiga að vera. Þær geta verið skemmtilegar, fyndnar, góðar og gjafmildar þ.e.a.s. ímyndin út á við. Allur karakterinn sem þær byggja upp og sú góðmennska sem þær sýna er eingöngu til þess gerð að styrkja nasistana í hatrinu og vera blítt andlit hreyfingarinnar opinberlega svo einhverjir láti glepjast til þess að halda að í raun séu þessar hatursfullu hreyfingar með fallegan boðskap.

Ursula Haverbeck-Wetzel er kölluð “nasista amman” í Þýskalandi. Hún er harðlínu nasisti og aðdáandi þriðja ríkisins. Hún hefur þrisvar sinnum verið dæmd fyrir helfararafneitun. Hennar besta vinkona er Gudrun Burwitz, dóttir Heinrich Himmler. Í hvert skipti sem hún er dregin fyrir dómara safnast ungir aðdáendur hennar saman og mótmæla henni til stuðnings.

Svíar eiga sína “nasista ömmu” í Vera Oredsson. Hún var alin upp í þriðja ríkinu og minnist þess tíma afar ljúflega. Hún skrifaði endurminningar sínar í bók sem ber heitið “Þegar flaggstangirnar blómstruðu”. Eiginmaður hennar var nasistinn Goran Assar Oredsson sem lést árið 2010. Hann var leiðtogi Norræna Ríkisflokksins sem starfaði í Svíþjóð áratugum saman og var lengst af stærsti nasistaflokkurinn í landinu. Í dag er Vera Oredsson virk í starfi Nordfront og heldur iðulega fyrirlestra fyrir nasíska ungviðið.

Við Íslendingar eigum líka okkar “nasista ömmu” í Ingu Sæland. Hún kom fram á sjónarsviðið í fyrra með nýtt stjórnmálaafl, Flokk Fólksins. Lengst af sigldi hún undir fölsku flaggi og gerði lítið sem ekkert út á nasisma. Það breyttist þó fljótt en við á Sandkassanum afhjúpuðum Ingu rétt fyrir síðustu kosningar eftir að í ljós kom að hún bauð rasistanum Magnúsi Þór Hafsteinssyni oddvitasæti á lista flokksins og hugðist sameinast Íslensku Þjóðfylkingunni og Nýju Afli Jóns Magnússonar.

Inga hefur gert mjög út á “ömmu ímyndina” með því að látast vera skemmtileg, fyndin, góð og gjafmild eldri kona. Málflutningur flokks hennar hefur verið byggður í kringum það að verið sé að fara illa með aldraða og öryrkja á Íslandi. Vissulega er það rétt að farið sé illa með aldraða og öryrkja og á því þarf að finna lausnir. Í huga Ingu hafa aldraðir og öryrkjar það hinsvegar eingöngu slæmt vegna þess að Ísland tekur við sárafáum flóttamönnum og hælisleitendum á ári. Að hennar mati á “íslamsvæðingin” líka sinn þátt í því að innfæddir geti ekki lifað í fullkominni útópíu. Þessi málflutningur er nákvæmlega sá sami og nasistar boðuðu á sínum tíma en munurinn er sá að Inga ræðst gegn öðrum minnihlutahópum en gyðingum.

Ursula Haverbeck-Wetzel, Vera Oredsson og Inga Sæland eiga það allar sameiginlegt að hafa byggt upp ákveðna ímynd til að fóðra hatur. Þær eru úlfar í sauðagæru. Þeirri Þýsku og Sænsku hefur tekist ágætlega til að byggja upp sína fölsku ímynd en það er óskandi að unga fólkið okkar sjái í gegnum Ingu áður en hún nær viðlíka árangri hér.

Nasista Ömmurnar

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-