maxresdefault

Gunnar Hjartarson skrifar –

Eftir síðari heimstyrjöld og nú sérstaklega á tímum internetsins byrjaði að bera á ákveðnum hluta fólks sem gaf sig út fyrir að vera ekki nasistar en var engu að síður afsakandi gjörðir nasista í bak og fyrir. Þau sögðu ef einhver talaði illa um nasista að það væri ekki markvert sökum þess að allir bæru jafn mikla ábyrgð á hörmungunum, gyðingarnir bæru vissa ábyrgð á eigin útrýmingu, Rudolf Hess hefði verið píslarvottur, margt gott hefði verið í þriðja ríkinu og að Hitler hafi ekki verið geðveikur.

logoSlíkar afsakanir frá fólki sem vilja ekki kannast við að vera nasistar sjálf er að finna í fjölmörgum umræðum á netinu en hvað vakir fyrir fólkinu ef það segist ekki aðhyllast nasisma? Jú að draga úr glæpum þriðja ríkisins, manneskjuvæða Hitler og reyna að gera þessar hugmyndir “mainstream” að nýju.

Í umræðum um rasista hefur gætt svipað málflutnings fólks sem segist ekki aðhyllast rasisma sjálft. Þau segja að það þurfi að setjast niður og ræða málin með rasistum, dregið er í efa hver er rasisti, stjórnmálaflokkar með rasíska stefnuskrá eru sagðir “venjulegir og “málefnalegir”, gert er lítið úr innkomu þekktra rasista í stjórnmálaflokka og þverneitað er fyrir að það sem almennt er samþykkt sem rasismi sé rasismi í raun.

Í umræðum fyrir Alþingiskosningar 2016 ber nokkuð á því að fólk sé að afsaka rasista með þessum hætti. Umræddir aðilar halda reyndar sjaldan eða aldrei fram rasisma sjálfir en hafa ekkert annað í umræðurnar að leggja en að afsaka þekkta rasista og stjórnmálaflokka sem hafa rasista innanborðs. Gagnrýni sama fólks á rasisma og hatur er sama og ekkert.

Vakir hreinlega ekki það sama fyrir báðum þessum hópum þ.a.s. að koma úreltum og hatursfullum hugmyndum aftur í sviðsljósið með vafasömum hætti?

Nazi Apologists og Racist Apologists

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-