The lunatics are now running the asylum

-Edgar Allan Poe-

 

Björn Ingi Hrafnsson

Björn Ingi Hrafnsson

Björn Ingi Hrafnsson, sjálfur rjómariffill Framsóknarflokksins, hefur nú lokið við aftökuna á DV með ráðningu Eggerts ‘SWOT’ Skúlasonar í grínútgáfu af ritstjóra blaðsins.

Kannski má segja að það sé bara ágætt að aftökumenn frjálsrar fjölmiðlunar skuli ganga svo hreint til verks. Rétt eins og hver annar psychopath sem sér ekkert athugavert við athæfi sitt, þótt allir aðrir sjái það, þá hefur psychopath enga tilfinningu fyrir viðteknum gildum samfélagsins.

Aftakan á DV er meira en hversdagsleg yfirtaka því ljóst er að verið er að senda viss skilaboð. Þau eru að ekki verði liðin rannsóknarblaðamennska og eðlileg umræða. En vandamálið er bara að eftir standa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Sandkassinn, sem tekur ekki við slíkum aðvörunum.

Við munum gera grín að þessari heimasíðu Framsóknarflokksins sem DV er nú orðin. Við munum dansa mambó á hausnum á ykkur og það sem er fyndnast við þetta, er að við höfum engu að tapa. Við erum ekki með okkar fjölmiðil smurðan með skítugu pólitísku fjármagni.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ný heimasíða Framsóknarflokksins – DV

| Samantekt |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.