Stórtíðindi! Alþingi samþykkti í dag ný útlendingalög. Um lögin var þverpólitísk sátt sem skiptir gríðarlega miklu máli þegar um slíka löggjöf er að ræða. Það sem skiptir þó enn meira máli er að þær breytingar sem samþykktar voru í dag fela í sér mikilvægar réttarúrbætur fyrir útlendinga á Íslandi, skilvirkari og aðgengilegri stjórnsýslu og frekara réttlæti, mannúð og virðingu í garð fólks. Stórt skref í þágu mannréttinda og velferðar allra var tekið í dag og eru þeim sem komu að vinnunni og samþykktu þessar miklu framfarir í þágu betra samfélags færðar miklar þakkir fyrir!

semaerla

Ný útlendingalög

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn