Það er erfitt að horfa fram hjá því að Ólafur Ragnar sé í undirbúningi sínum fyrir framboð, í óða önn að kortleggja hvar hann þurfi að sækja sér fylgi. Ömurlegur málflutningur hans í tengslum við fjármögnun á Mosku í Reykjavík er bara til marks um þetta. Hann segir:

“fulla ástæðu til þess að við Íslendingar vöknum til vitundar um vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú; sá mesti frá tímum nasista. Og sá vandi verður ekki leystur með barnalegri einfeldni og einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra umbóta. “

Ólafur Ragnar er ekki einfeldingur, síst af öllu þegar kemur að því að móta áherslur fyrir enturtekið forsetaframboð. Það væri skárra ef hægt væri að afgreiða orð hans sem vanhugsuð, en sú er ekki raunin. Ólafur Ragnar sagði um helgina:

“að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans.”

Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega. Þetta er furðuleg framganga Ólafs Ragnars en hann hefur ítrekað vísað til þess að þjóðhöfðingjar hvísli að honum hinu og þessu varðandi hryðjuverkaógn sem steðji að Íslandi. Gott væri ef Ólafur Ragnar léti af þessum ömurlegu atkvæðaveiðum.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ólafur Ragnar stefnulaus ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.