Þannig að Íslendingar vilja ekki virða þá sáttmála sem þeir eru aðilar að, heldur einungis að geta slegið um sig með blaðri um aðild að mannréttindasáttmálum, í sendiráðsboðum og á ráðstefnum.

 

Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf virkilega að skilja það að hún getur alls ekki setið út kjörtímabilið, hugmyndir hennar í því efni ganga ekki upp. Hún hefur í félagi við sjálfan forsætisráðherra, ásakað helstu embættismenn landsins, umboðsmann alþingis, ríkissaksóknara, að viðbættu fjölmiðlafólki, um samsæri gegn sér í marga mánuði.

Hún hefur reynt að fá blaðamenn DV rekna úr starfi. Hún flæmir Lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins úr embætti og setur gæfan flokksgæðing sinn í stól hans, án nokkurs ráðningaferlis og tekur sá við yfirstandandi rannsókn á embættisfærslum hennar sjálfrar. Hanna Birna hefur brotið stórlega á rétti innflytjenda. Framkoma ráðuneytisins við Tony Omos, er síðan einungis vísbending um hvers lags ástand ríkir hér í málefnum hælisleitenda, sem og almennra innflytjenda.

Útlendingastofnun rekin af mannvonsku

Hvers lags illska þrífst í starfssemi Útlendingastofnunar í ljósi þeirrar ömurlegu staðreyndar, að þagnarsamkomulag virðist ríkja meðal allra stjórnmálaflokka um að standa sig illa í málaflokknum, og setja ekki fram neina pólitíska stefnu um hvernig skuli tekið hér á móti innflytjendum almennt. Þetta þýðir að flokkarnir álíta ekki umbætur í innflytjendamálum og bættan hag innflytjenda vera mál sem líklegt sé til mikilla vinsælda. Umræðan er því látin eiga sig að mestu. Tölulegar upplýsingar um samþykktar hælisumsóknir sýna skýrt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stóð sig álíka illa í málaflokknum og sú stjórn sem nú situr við völd.

Algjör stefnubreyting þarf að verða hér í öllum innflytjendamálum og nesjamennskan fáfræðin og fordómarnir geta ekki þrifist hér öllu lengur ef ekki á að fara allt í óefni. Hér þarf að skrúbba ranghugmyndir Íslendinga í burtu og aflúsa á þeim hausinn. Þrífa út á þeim eyrun og moka mergi þaðan út.

Í Kólumbíu er alveg jafn mikið af strangheiðarlegu fólki og á Íslandi. Sú fáfræði að innflytjendur frá Nígeríu séu almennt svindlarar, ber vott um afskaplega lága menningargreind og hamlandi mannfyrirlitningu.

Þetta er ávísun á samfélag sem við viljum ekki búa í. Ef ómerkir stjórnmálamenn halda áfram á braut sinni í átt til lýðskrums samanber flokksforysta Framsóknarflokksins, sem býður velkomið inn til sín ruslfylgi, rasista og hjólhýsamenningar. Þá styttist í að rasismi verði að slíku viðvarandi alvarlegu vandamáli að ekki verður tjónkað við. Sá rasismi verður komin til að vera. Sá rasismi er hér við bæjardyrnar.

Hælisleitendur sendir héðan á vit pyntinga og dauða

W4Íslendingar eru aðilar að mannréttindasáttmálum sem fordæma pyntingar. Því er það hreinasta svívirða að í dómsmálaráðuneytinu skuli logið upp á hælisleitanda frá Nígeríu aðild að mannsali. Það er ljóst að Tony Omos hefur frekar átt það á hættu að vera sendur aftur til Nígeríu, í framhaldi af að vera vísað úr landi hér, þar sem hann gæti átt yfir höfði sér grimmilegar pyntingar og jafnvel aflífun enda eru pyntingar sjálfsagður hluti af stjornarháttum þar í landi, almennir borgarar eru pyntaðir, einnig börn.

Þannig að Íslendingar vilja ekki virða þá sáttmála sem þeir eru aðilar að, heldur einungis að geta slegið um sig með blaðri um aðild að mannréttindasáttmálum, í sendiráðsboðum og á ráðstefnum. Í orði eru Íslendingar mannréttindafrömuðir en á borði vilja þeir nýta heimildir Dyflinarreglunnar til fullnustu og hver sá sem leitar hér skjóls undan voðaverkum heima fyrir, gerir í dag stór mistök með því að leggja leið sína hingað.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Omos – Grimmd, siðblinda og mannfórnir

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.