Lengi hefur almenningur beðið eftir einhverjum svörum frá þér sem sjálftitluðum Útvarpsstjóra, við gagnrýni á ofsóknir þínar og þinna starfsmanna á hendur hinum ýmsu minnihlutahópum. Ber þar að nefna innflytjendur og flóttafólk, samkynhneigða, fíkniefnaneytendur, nú og ýmsar persónur sem þú og þitt starfsfólk leggið fæð á.

En lítið hefur verið um svör. Við erum nokkur sem höfum gagnrýnt starfssemi þína harkalega, þ.m.t. Bjartmar Oddur, Sema, Lára Hanna og margir aðrir sem ég ætla ekki að telja upp. Þegar settar eru fram upptökur af þáttum á stöð þinni þar sem m.a. er hótað að brenna ofan af flóttafólki, fólki hótað dauða, þá segir þú upptökurnar falsaðar.

Þú heldur því fram að hlutirnir hafi aldrei verið sagðir. Þér finnst líka í lagi að flóttafólk í Arnarholti sé ranglega ásakað svo dögum skipti um að hafa nauðgað ungum dreng. Þú heldur því fram að öll burðardýr séu hælisleitendur. Þú sagðir hlustendum þínum að ISIS væru á Íslandi.

Nú þegar þú ert tekin til umfjöllunar vegna þessarar furðulegu hegðunar þá snýst þú ekki til varnar með efnislegum rökum eða afsökunarbeiðnum, heldur snýst þú til varnar með persónuárásum á viðkomandi. Þá óskaðir þú eftir upplýsingum frá hlustendum þínum um blaðakonu Stundarinnar þegar þér líkaði ekki umfjöllun um þig. Þú óskaðir eftir því við lögreglu að ég yrði rannsakaður.

Hvað mig sjálfan varðar þá hef ég verið seinþreyttur til að svara þínum ávirðingum í minn garð, kannski vegna þess að þú segir svo margt og ég held ekki að fólk taki neitt mark á þér. Þú ásakar svo marga fyrir einhverja dellu að ég er bara einn af mörgum.

En nú er svo komið að ekki verður við unað. Þú segir í umræðum á DV:

“Hann hatar konur og leggur þær í einelti. Var settur í nálgunarbann gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni”

Ég ætla að spyrja þig hvort þú sért ölvuð? Ég hef aldrei verið settur í nálgunarbann eða eftir því óskað. En ég spyr þig á móti hvort þú hafir nákvæmlega engan metnað til þess að tekið sé hið minnsta mark á þér ?

Þú segir:

“Var settur í nálgunarbann gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og fór hræðilega með hana enda hefur hann verið í áralöngum málaferlum eins og hún hefur sjálf sagt frá.”

Rétt er að ég hef átt í áralöngum málaferlum gagnvart minni fyrrverandi eiginkonu vegna forræðismáls. En þú virðist ekki upplýst um að fyrir Héraðsdómi í janúar 2016 staðhæfir dómari fyrir Héraðsdómi að ég hafi setið undir fölskum ásökunum. Þess utan aldrei verið kærður, tekin skýrsla eða fengið einu sinni símtal vegna þessa sem þú ert að tala um.

Ef að þú værir alvöru blaðamaður Arnþrúður Karlsdóttir, þá vissir þú þetta og myndir ekki láta þér detta í hug að draga málefni lítils barns inn í málflutning þinn. Ég er ekki eini faðirinn hér á landi sem hefur þurft að þola að vera ranglega ásakaður um ofbeldi í tengslum við forræðismál. En ég er kannski einn af örfáum sem hefur unnið forræði til baka sem ég hafði verið sviptur, vegna þess að ljóst þótti að ég hefði setið undir fölskum ásökunum.

Ég var búin að svara þessu í Harmageddon á sínum tíma og hélt kannski að þau svör dygðu öllu venjulegu fólki. En þú ert augsýnilega ekki venjuleg persóna Arnþrúður. Því er það nú svo að þótt þú takir upp þessar ásakannir aftur og aftur sem Héraðdómur er búin að segja falskar. Þá þýðir það einungis að ég verð að svara þér jafn oft. Gott og vel. Ef þér finnst svona gaman að því að vera álitin marklaus persóna þá er það þitt mál.

En að öllu alvarlegri málum. Nú hefur ECRI; nefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi, birt stóra og vandaða skýrslu sem að áralöng vinna liggur á bak við, og í þessari skýrslu er fjallað um kynþáttafordóma og haturorðræðu á útvarpssöð þinni. Nefndin kemst sem sagt að sömu niðurstöðu og ég.

Hverju ætlar þú að klína á ECRI eða Evrópuráðið ?

Hefur þér aldrei dottið í hug að svara bara hreinskilninslega og án þess að ljúga einhverju upp á fólk, skíta það út en um leið sneiða fullkomnlega hjá innihaldi þeirrar gagnrýni sem að þér er beint ? Heldur þú að þetta muni koma vel út á prenti þegar krakkar lesa um hatursorðræðuna á Útvarpi Sögu þar sem þú varst útvarpsstjóri. Þá verður án efa einnig útskýrt að dómar hafi fallið vegna hatursorðræðu í Nürnberg og aftur í Rúanda og að hatursorðræða sé eitthvað sem sé litið griðarlega alvarlegum augum af alþjóðasamfélaginu sem og í þeim alþjóðalögum sem dæmt er samkvæmt við Hæstarétt hér á landi.

Hver er sinnar gæfu smiður Arnþrúður Karlsdóttir. Ég hef ekki eitt einasta skipti sagt neitt um þig sem er ekki bein tilvitnun í orð þín og yfirlýsingar samanber hér að ofan, ég hef aldrei logið neinu upp á þig, aldrei enda þyrftir þú þá að sýna fram á það. Það er einfaldlega úr ýmsu að moða og engin skortur á efni frá þér. Ég þarf ekki að skálda neitt upp. En í guðanna bænum hættu nú að vitna í konu út í bæ sem fór með falskar ásakannir á hendur manni til margra ára, einungis til þess að á því yrði síðan tekið fyrir Héraðsdómi. Ég persónulega hef ekki áhuga á að velta þeirri konu upp úr fortíðinni og mér þætti það framför hjá þér ef að þú gerðir það ekki heldur og hættir að vísa í mína fyrrverandi eiginkonu. Við eigum barn saman sem ég myndi vilja hlífa við þessum ömurlegu málum og óska ég hér með eftir því við þig að þú finnir þér eitthvað nær efninu til að láta frá þér fara.

Þín hatursræða og ofsóknir þær sem þú hvetur til á hendur flóttafólki, hafa alvarleg áhrif úti í samfélaginu. Í störfum mínum sem kennari bæði við Hólabrekkuskóla og Trommuskólann, þá hef ég orðið var við mikla vanlíðan hjá múslimabörnum sem beinlínis má rekja til þinnar hatursfullu Útvarpsstöðvar. Það er langur vegur að þið séuð þau sem að þorið að taka umnræðuna eins og þið viljið lýsa sjálfum ykkur. Þið eruð engar hetjur, þvert á móti þá ráðist þið jafnan á garðinn þar sem hann er lægstur.

kv

g

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Opið bréf til Arnþrúðar Karlsdóttur

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.