Sent á skrifstofu forseta Íslands rétt í þessu.

Ég óska eftir að bréf þetta komist í hendur forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá óska ég einnig eftir svari frá honum sjálfum. Þetta er opið bréf í þeim skilningi að það er birt hér á einum af vinsælustu vefmiðlum landsins og munu lesendur sem eru að stórum hluta innflytjendur, fólk af erlendum uppruna, einnig bíða eftir svari.

Herra forseti,

Því miður þá verður að segjast að mér þykir þú ekki hafa staðið þig sem skyldi gagnvart þjóðernispopúlisma sem farið hefur vaxandi allt þetta kjörtímabil. Ég spyr því hvort þú sért fær um að sjá alvarleikann í þessum framgangi dimmra afla sem m.a. og kannski einna helst eiga rætur sínar að rekja til stefnu og framgöngu stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ?

Ég leyfi mér að spyrja herra forseti, hreint út hvort þú álítir einhver mál vera mikilvægari um þessar mundir ?

Fátt er jafn umtalað í Evrópu í dag og fátt veldur okkur sem í henni búum meiri áhyggjum. Ég bendi á greinar stjórnmála og Evrópufræðingsins Semu Erlu Serdar um þetta efni og velti þeirri spurningu upp við forseta, hvort hann sjái alls ekki ástæðu til að næsti forseti landsins verði fjölmenningarsinnaður maður/kona, sem veitir þjóðernisöflum í landinu viðspyrnu ?

Nú ef áframhald verður á setu þinni á forsetastóli, mega þá inntlytjendur á Íslandi, þ.m.t. börn innflytjenda, gera ráð fyrir að þú beinir máli þínu í auknum mæli til þeirra enda séu þau stór hluti þjóðarinnar ?

Með vinsemd og virðingu.

Gunnar Waage, ritstjóri og kennari

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Opið bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.