Í kjölfar Íslenska efnahagshrunsins byrjuðu stjórnmálaöfl að skjóta upp kollinum eins og gorkúlur. Annar hver maður var að stofna flokk. Flestir voru með sams konar áherslur sem gengu út á að finna stolna fjármuni, fangelsa bankstera og gera vissar kerfisbreytingar sem hefðu fyrirbyggjandi áhrif í þá veru að önnur eins bankakrísa gæti ekki átt sér aftur stað.

Við tók krúttkynslóð sem talaði um kerfisbreytingar en sýndi því lítin áhuga að ræða einstök mál. Hugmyndafræði varð allsráðandi en minna fór fyrir störfum í þágu mannréttinda. Stjórnmálaflokkar í dag sækja sér fylgi til kjósenda með því að taka ekki afstöðu til stórra málaflokka. Tilgangurinn með þessu háttalagi er að sjálfsögðu að laða að sér fylgi kjósenda sama hverrar skoðunar.

En þangað til við tökum afgerandi afstöðu í einstökum málum sem varða eitthvað annað og meira en okkur sjálf þá erum við lítið annað en nytjaskeppnur. Afstaða í málefnum flóttafólks snýst ekki einu sinni um fólk á flótta sem okkur ber skylda til að aðstoða. Slík afstaða snýst mun frekar um að bjarga okkur sjálfum.

Flestir flokkar hér á landi taka alls enga afstöðu í innflytjendamálum en kjósa þess í stað að laða til sín ruslfylgi sem inniheldur allt frá kjósendum sem aðhyllast réttarumbætur til handa hælisleitendum, yfir í kjósendur sem hafa hreina og beina andúð á flóttafólki. Þetta sést best þegar að stefnuskrá á vefsvæðum framboðslistanna er skoðuð. Í raun og veru taka þeir fæstir neina afstöðu. Áform þeirra eru óskýr ef nokkur en flestir framboðslistar eru með texta um mismunun úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, límdan inn í sína stefnuskrá.

Lagasetningar í málefnum hælisleitenda hafa með áberandi hætti verið keyrðar í gegn með fullu skeitingarleysi fyrir alþjóðalögum. Mannréttindi virðast ekki skipta dómsmálaráðherra miklu máli þegar lög eru sett sem heimila ríkinu að senda hælisleitendur úr landi áður en niðurstaða hefur fengist í fyrstu skimun á þeirra málum. Sigríður Á. Andersen hefur sýnt það að hún getur látið sér í léttu rúmi liggja alþjóðalög sem ætlað er að vernda hælisleitendur fyrir offari pólitískra framagosa, enda tilheyrir Sigríður Á. Andersen einmitt þeim hópi. Sigríður var ekki gerð að dómsmálaráðherra til að koma á heilbrigðu lagaumhverfi. Hún var þvert á móti gerð að dómsmálaráðherra því það þótti ljóst að alþjóðalög skiptu hana engu. Einungis klapp á bakið frá flokkseigendum í Sjálfstæðisflokknum var það sem hún þurfti.

48 stunda reglan sem þó nokkrir framboðslistar mæla fyrir í dag er brot á alþjóðalögum sem ætlað er að vernda hælisleitendur. Þá skiptir engu þótt Norðmenn hafi beitt þeirri reglu og náð að spara sér heilmikla fjármuni með því. Reglan er ólögleg þrátt fyrir það. Ég hef sent út fyrirspurnir til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Benedikts Jóhannessonar vegna yfirlýsts áhuga Þorgerðar á innleiðingu 48 stunda reglunnar. Þeim fyrirspurnum hefur ekki enn verið svarað.

Þó stendur tilboð mitt til þeirra beggja um að þau leiðrétti þessa stefnu Viðreisnar og snúi með afgerandi hætti baki við þessari röngu og ljótu stefnu. Ef þau gera það ekki þá kemur það að sjálfsögðu niður á hæfnismati Sandkassans sem birt verður á næstu dögum.

Viðreisn er Evrópusambands sinnaður flokkur með aðild nmr. 1 2 og 3 á sinni stefnuskrá. Það er því eðlileg krafa að flokkurinn taki undir stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttafólks. Er flóttamannastefna ESB of þungur kross að bera fyrir Viðreisn?

Það kemur í ljós fyrir helgi.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Pardusinn – mannréttindi eða pólitík ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.