Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert

Eftir allt sem undan er gengið, alla samræðuna sem þjóðin hefur átt við Bjarna Benediktsson að undanförnu, þá virðist sem að hann hafi alls ekki verið að skilja neitt. Það væri í alvöru talað hægt að nýta tímann vel til undirbúnings kosninga, en ali-fuglinn Bjarni Benediktsson virðist fullkomnlega skyni skroppinn pólitískri skynsemi.

Bjarni Benediktsson skilur ekki um hvað málið snýst, sem þýðir einnig að hann skilur ekki ástæðuna fyrir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þó er sú afsögn afgerandi verkfæri í áframhaldandi setu hans sjálfs sem fjármálaráðherra, það skilur hann þó og það nægir honum skýrlega. Svo lengi sem hann sjálfur sleppur þá er allt í góðu, hann áttar sig ekki alveg á forsendunum enda blindur maður á siðferði. Bjarni Benediktsson skilur ekki að alþýða þessa lands horfir til hans með viðbjóði.

Fólkið í landinu er svo sannarlega komið með antipat á Bjarna Benediktssyni. Og það fylgi sem flokkurinn virðist halda í, er heilalaust mengi treggáfaðra furðufugla sem helst vilja ekki hugsa sjálfstæða hugsun. Fólk sem heldur að ef ekkert breytist þá verði allt í þessu bara fína lagi.

En svo er ekki, það er þjóðþrifamál að losna við patann af stóli fjármálaráðherra.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Patinn Bjarni Benediktsson

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.