kukur-manaarins-petur

Teitur Atlason skrifar –

Augljóst er að dálkurinn “Kúkur mánaðarins” er gríndálkur. Það fellst nú bara í heitinu sjálfu og sá sem ekki fattar það ætti að leita sér sérfræðiaðstoðar.

Umræða á þessum nótum eins og Gunnar Waage notar hér, er hluti af heilbrigðri samfélagsumræðu. Rétt eins og skopmyndir. Rétt eins og brandarar um samfélagsmál og rétt eins og illþyrmislegt ýlið úr Útvarpi Sögu.

Fari fólk að reyna að hefta samfélagsumræðu með lögum eða leið dómstólanna, erum við á hálum ís. Það er líka mjög skrýtið að Sögusmettan sjálf skuli vaða í fólk sem heldur uppi ákveðinni tegund af orðræðu, skuli ekki átta sig á því að hann er um leið að grafa undan sjálfum sér og hinni ógeðfelldu útvarpsstöð sem heldur úti.

Við eigum að þola umræðu. Jafnvel þá sem okkur líkar ekki og svara henni með rökum í stað þess að rjúka í dómstólana.

Viðbrögð við: Pétur á Útvarpi Sögu vill milljónir vegna kúkabrandara

 

Pétur ætti að leita sér sérfræðiaðstoðar

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn