Kúkur-Mánaðarins PéturKúkur mánaðarins er ekki birtur mánaðarlega eins og lesendur hafa tekið eftir enda kom pistillinn út í ágúst 2015 og hefur ekki fengið að viðra sig aftur fyrr en nú. En það má taka það fram að talsvert þarf að ganga á til að einhver hljóti þennan vafasama titil hjá Sandkassanum.

Að þessu sinni er kúkur mánaðarins: Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu. Framkoma hans í garð flóttamanna og samkynhneigðra í innhringitímum er viðbjóður og ber svo til öllum okkar viðmælendum saman um það.

Pétur Gunnlaugsson æsir illa upplýsta innhringjendur til andstöðu við minnihlutahópa og þrátt fyrir að vera menntaður lögfræðingur og ágætlega að sér í ýmsum málum, þá gerir hann svo til enga tilraun til að leiðbeina eða hafa vit fyrir hlustendum eða stöðva ljótan róg í garð fólks.

Ef innhringjandi er ekki haldin sömu dómhörku og mannfyrirlitningu og Pétur, þá tekur Pétur jafnan af honum orðið og messar yfir viðkomandi, eða leggur á.

Pétur Gunnlaugsson ásamt Arnþrúði Karlsdóttur hefur haldið þeirri fabúleringu á lofti að búið sé að opna Ísland fyrir flóttafólki og að bráðlega verði orðið hér ófremdarástand.

En staðreyndin er að rúmlega 600 flóttamenn hafa komið til landsins frá árinu 1960.

 

Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins

| Kúkur Mánaðarins |
About The Author
- Ritstjórn