0901auschwitz012

Gústaf Níelsson sendi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins bréf þar sem hann fór fram á að persóna mín sætti opinberri rannsókn. Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson gerðu það sama. Allt þetta fólk telur mig brjóta á tjáningarfrelsi þeirra með því að ég segi mína skoðun.

Nú er Pétur Gunnlaugsson þessi ósáttur við að Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu hafi kært hann og að Ríkissaksóknari hafi ákært hann vegna hatursorðræðu. Maðurinn er lögfræðingur, hefur hann ekki lesið lögin nýlega ?

Sami lögreglustjórinn reyndar og fékk formlegar kröfur frá Pétri sjálfum og Arnþrúði um að sá sem hér situr sætti almennri rannsókn.

Ekki svo sem fyrir neitt sérstakt, bara svona almennri athugun á mér og minni persónu.

Kalda stríðið og Austur Þýskaland kemur upp í hugann, Sovétríkin. Donald Trump og ranghugmyndir hans um réttarríkið svífa hér einnig yfir vötnum þar sem að fólk heldur að hægt sé að kalla bara opinberar rannsóknir yfir einstaklinga án nokkurs tilefnis.

En nú volar þessi stungni grís og vesæli maður, vert er að minna á að í lok febrúar næstkomandi verður kæra Péturs sjálfs á hendur lesanda Sandkassans tekin fyrir í héraðsdómi en Pétur kærir lesanda Sandkassans fyrir að deila grein af Sandkassanum á sína facebook síðu og fjallar greinin um Pétur. Hann krefst 4 milljóna í miskabætur og fyrir það eitt að gert var grín að honum.

Af hverju álítur Pétur sig hafa leyfi til að krefjast opinberrar rannsóknar á einstaklingum úti í bæ og fara síðan með háar fjárkröfur fyrir dóm á hendur öðrum fyrir það eitt að deila grein um hann sjálfan ? Það er ráðgáta hvernig einn maður getur verið svo skertur í höfðinu, svo siðblindur.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Pétur Gunnlaugsson er skertur af siðblindu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.