steig á homma stór

Svo virðist en einu sinni sem að Pétur Gunnlaugsson sæti ofsóknum fyrir misskilning. Í þetta skiptið er það sjálft Evrópuráðið sem er búið að læsa klónum í þennan snilling. Pétur virðist en og aftur misskilja lögin í landinu. Í þetta skiptið segir hann að skýrsluhöfundar Evrópuráðsins séu að saka sig og Útvarp Sögu um rasisma.

Aftur skilur Pétur ekki einföldustu textagreiningar og gerir ekki greinarmun á vísindaniðurstöðum annars vegar og því að bera sakir á fólk hins vegar. Það er alls ekkert nýtt að fræðimenn á sviði stjórnmálafræði sæti hótunum um málsóknir og atvinnumissi vegna þeirra fræðilegu niðurstaðna sem þeir setja fram. Rétt eins og að engum stjórnmálafræðingi ber að spyrja viðfangsefni sitt um leyfi til að setja fram sínar greiningar, þá er Pétur Gunnlaugsson illa staddur ef hann trúir því að lögin verndi hann fyrir því að hann fái á sig greininguna: RASISTI.

Ef að fyrirbærið gengur eins og önd, er þá bannað að gefa út þá sjálfsagðu greiningu að þarna sé önd á ferðinni ?

Svarið er NEI. Sérstaklega ekki þegar að gríðarlegt magn gagna liggur fyrir um nákvæmlega það í tilfelli Péturs.

Pétur þarf ekki að hafa hlotið dóm fyrir kynþáttaníð til að verða að viðfangsefni þessarar eftirlitsstofnunar Evrópuráðsins með þessum hætti og það sem meira er, þá kjaftar hann sig ekki út úr þessu frekar en fyrri daginn. Það er margsinnis búið að fjalla um Pétur hér á landi vegna rasisma og má segja að Sandkassinn hafi leitt þá ósvinnu.

Nefndin hefur yfirdrifið af gögnum til að greina það og nægir í sjálfu hlustun í 30 mínútur á manninn í útvarpinu til að sjá hvað klukkan slær, að hér er á ferðinni rasisti sem svífst einskiss til að skaða hagsmuni minnihlutahópa í landinu. Ef að Pétur ætlar að reyna að telja hlustendum sínum trú um eitthvað annað, Þá mun ekki verða neitt lát á skemmtiatriðum þessa fábjána á næstunni.

En um að gera Pétur, reyndu að fara í fræðimenn og saka þá um ofsóknir. Þetta hafa menn reynt. Reyndu að hóta þeim lögsóknum sem aldrei verða höfðaðar en verða einungis PR stunt og tilraunir til kattaþvottar. Glóðvolgur út úr ofninum búin að tapa meiðyrðamáli sem hlegið verður að næstu 100 árin. Ætlaðir þú ekki að áfrýja því máli til Hæstaréttar ?

Þú mannst:

Kúkur Mánaðarins vill fá sér desert

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Pétur Gunnlaugsson heldur að hægt sé að koma lögum yfir sannleikann.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.