Jón Ragnarsson fer í raun með fógetavald, ekki Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

 

Lögreglan hefur ekkert gert til þess að vernda hagsmuni eigenda veitingastaðarins Caruso, heldur þvert á móti þá hefur lögreglan slegið hring um húseigendur inni í húsinu og meinað starfsmönnum leigutaka aðgengi. Ljóst er að húseigendur, Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson brjóta lög með því að taka húsnæðið með ofbeldi af umsjónarmanni þess, eiganda Caruso. Ekki liggur fyrir dómur um útburð og hafa því feðgarnir í raun tekið sér fógetavald.

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, byrjar illa í starfi. Hún hefur sagst vera með flekklausan feril en ferill hennar í Omos málinu og nú þetta mál, verður til þess að lítið getur talist að marka Sigríði Björku, konan er pólitíkus, plantað í embætti með óeðlilegum hætti og hvað Caruso málið varðar, þá lyktar það af pólitík enda skortur á lögskýringu algjör.

Ljóst er að húseigandi stelur 8 milljónum af veitingastaðnum Caruso. Ljóst er að húseigandi yfirtekur húsnæðið ólöglega. Ljóst er að með réttu á húseigandi að fara í útburðarmál ef hann vill að eigendur séu settir út. Ljóst er að Caruso er ekki í vanskilum með leigu eins og ranglega hefur verið haldið fram. Ljóst er einnig að Jón Ragnarsson er vandræðamaður og afbrotamaður til áratuga í Íslensku viðskiptalífi.

Þar sem að ekki er til staðar lögformleg skýring á ákvörðun Sigríðar Bjarkar Guðmundsdóttur lögreglustjóra um að aðhafast ekki í málinu, heldur þvert á móti aðstoða húseigendur við þennan verknað. Þá þýðir það að Jón Ragnarsson fer í raun með fógetavald, ekki Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

Pólitískt fógetavald Jóns Ragnarssonar

| Samantekt |
About The Author
- Ritstjórn