gw-badge

Hér á eftir fer hluti af viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur þann 27.3.2017 við Dómsmálaráðherra Sigríði Á Ándersen. Annar hluti af viðtalinu verður birtur sér. Svo virðist sem að Dómsmálaráðherra sjái sér fyllilega fært að mæta í langt viðtal hjá fólki sem sætir í þessum töluðu orðum ákærum frá hendi ríkissaksóknara en þess ber að geta að Pétur Gunnlaugsson var einnig þáttastjórnandi fyrri hluta þáttarins. Það er erfitt að átta sig á hvað sé hér á ferðinni hjá Sigríði Á Andersen, hrein heimska, eða einbeittur ásetningur um að spilla málshagsmunum.

Eins og þetta sé ekki nógu mikið stórslys í sögu dómsmálaráðuneytisins, þá er innihald viðtalsins öllu verra.

Sigríður Á Andersen Dómsmálaráðherra ræðir m.a. ákærur þær sem að standa að Pétri Gunnlaugssyni og segir eftirfarandi:

“”SÁÁ: Og ég held og ég meina og getur það ekki verið sko eee nú þekkið þið það hér þessi dómsmál sem hafa verið höfðuð hér vegna ummæla sem hafa fallið hér á þessu tíðnisviði hehehehe. Að eh þetta er grein, menn eru nú ekki oft að kæra hérna eða gefa út ákærur með vísun til 233a sko.

AK: Nei nei það bara allt í einu gerðist,,,

SÁÁ:  Þannig að það getur verið að menn séu að kanna hversu langt þeir geti farið sko bara reyna að fá,,,fá einhverja,,,einhvern botn í það hvort að þetta ákvæði sé kannski svipað og 234. greinin í rauninni de facto dottið upp fyrir sem ákæra sem sakamál sko.”

Athygli skal vakin á að dómsmál á grundvelli 234. gr. alm. hgl eru almennt einkarefsimál, en brot á 233. gr. Sömu laga sæta ákæru. Því er himinn og haf á milli þessara tveggja greina sem ráðherra ber hér saman eins og að drekka vatn. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega hvort Dómsmálaráðherra hafi einhverja þekkingu á Almennum Hegningarlögum ?

Annars staðar ræðir Sigríður Á Andersen 233a grein hegningarlaga við Arnþrúði og veltir upp möguleikanum á að breytingar verði gerðar á greininni, þess ber að geta að Pétur Gunnlaugsson sætir ákæru sem byggir á 233. grein hegningarlaga. Ekki nóg með það heldur var hann þáttastjórnandi í fyrri hluta þessa sama viðtals við Sigríði Á Andersen:

“þau verða bara til umræðu á þinginu á þessu kjörtímabili og ég held að það sé nú alveg hérna nokkur samstaða um að gera einhverjar breytingar þarna.”

Athyglisvert er að svo virðist sem að ráðherra sjái lítin tilgang með rannsóknum á hatursorðræðu, álíti hatursorðræðu jafnvel ekki vera vandamál. Á einum stað hlær ráðherra að ákæru á hendur Pétri Gunnlaugssyni: “Og ég held og ég meina og getur það ekki verið sko eee nú þekkið þið það hér þessi dómsmál sem hafa verið höfðuð hér vegna ummæla sem hafa fallið hér á þessu tíðnisviði hehehehe. Að eh þetta er grein, menn eru nú ekki oft að kæra hérna eða gefa út ákærur með vísun til 233a sko. “

Hér fer sá kafli í samhengi sem þessar tilvitannir eru teknar úr.

“AK: Síðan er annað embætti það er sem að hefur vakið mikla athygli það er haturslögregluembættið.

SÁÁ: Já já

AK: Og þar er verið að leita nokkuð eftir skoðunum fólks, það er svo yfirheyrt skilurðu það er það er verið að leita eftir skoðunum, hver er þín skoðun á þessu ? Þetta er soldið skoðanalögregla. Hvað hvenær byrjaði þetta ? Hvaðan í ósköpunm kemur þetta ?

SÁÁ: Já, Það er nú kannski ekki sanngjarnt að segja að það sé sérstakt “haturslögregluembætti”,ég man ekki eftir að einhver hafi verið skipaður í embætti haturslögreglu. En þú ert væntanlega að vísa til eh,,,

AK: Hatursdeildarinnar.

SÁÁ: hehehe

AK: Jú jú það er Hatursdeildin.

SÁÁ: já ja Þú ert væntanlega að vísa til þeirra áherslu sem lögreglan hefur tekið upp að hérna og sem að lögreglan telur að henni sé falið með lögum og ábendingum manna um að, um að stemma stigu við einhverskonar eh einhverskonar, því sem menn hafa kallað haturs,,,orðræðu. Sem að er þá væntanlega, eh sem gæti verið til þess fallið að ógna almannahættu eða segi ég að hérna að af henni stafi almannahætta. Eh þetta er auðvita svona vandmeðfarið. Af því á sama tíma þá hefur mér nú fundist allir sammála um að hér eigi að ríkja tjáningarfrelsi. Og mönnum er mjög munað að halda því á lofti. Og mér hefur nú svona virst það með umræðunni um þessi mál undanfarið að þessir menn séu soldið að kalla eftir er einhvernvegin að herða löggjöf og eftirlit bara við háttvísi. Og ég bendi nú soldið fólki á að það verður aldrei sett í lög. Einhvernvegin ég meina. Sko auðvitað eiga menn að gæta sín sem eru að tala í útvarpi eða skrifa í blöðin og menn eiga bara að finna það hjá sjálfum sér bara að vera málefnalegir og hérna særa auðvitað ekki aðra að óþörfu. Og svo erum við náttúrlega með í lögum, í hegningarlögum ákvæði sem á að stemma stigu við að menn séu með ógnandi hætti að nánast að ekkert nánast að ógna fólki eða hópi manna með því, með orðræðu sem að er til þess fallin að vera túlkuð sem hvatning til ofbeldis. Það er síðan kannski allt annað ég held að menn séu ekki að tala um það ákvæði þegar menn eru að tala um hatursorðræðuna heldur eru menn frekar að tala um þessi ákvæði í hegningarlögunum sem að það sem menn eru að tala um að hæðast að eða smána,,,

AK: Já 233a

SÁÁ: já

AK: Sem er nú orðin ein frægasta hegningarlagagrein landsins.

SÁÁ: Já. Og menn eru þetta er og það var nú um daginn það voru eh var dómur mannréttindadómstólsins að gera athugasemd við það að Hæstiréttur hafi ekki rökstutt nægilega vel að mati hins Evrópska dómstóls þá takmörkun sem Hæstiréttur vildi gera á tjáningarfrelsinu. ehhh þannig að það eru svona ýmiss sjónarmið í þessu. Sko ef þú spyrð mig bara frá mínum bæjardyrum séð. Ég sagði nú oft hérna í gamala daga ég meina hvað er æra manns ? Sko er æran ekki bara hvað öðrum finnst um þig ? Það er soldið þannig sko maður getur kannski ekki stjórnað því sem fólki finnst um mann. En maður getur auðvitað haft af því einhvern ama ef ef fólk eh, og beinlínis tjón hafi fólk uppi einhver ummæli um mann sem að ekki eru síðan sönn og svona. Og þá tel ég nú kannski að skaðabótalögin eigi að dekka það og það er kannski spurning um að endurskoða hegningarlagakaflann. Hvað þetta varðar.

AK: Akkúrat

SÁÁ: Taka þetta út úr refsiréttarsviðinu. Enda eru bara örfá dæmi um að menn hafi verið dæmdir til refsingar en menn beita yfirleitt skaðabótalögum þegar menn dæma menn til greiðslu miskabóta eða. Þannig að þetta ég held að þessi mál verði í brennidepli, ekki kannski brennidepli, þau verða bara til umræðu á þinginu.

AK: Já já

SÁÁ: Á þessu kjörtímabili og ég held að það sé nú alveg hérna nokkur samstaða um að gera einhverjar breytingar þarna. En þá spyr maður sig ennþá líka að þegar að búið verður að gera það og það var nú afnumið á síðasta kjörtímabili bann við guðlasti.

AK: Já

SÁÁ: Það er nú þunn lína kannski á milli sko hvenær menn eru að hæðast að trú einhvers, sko er maður að hæðast að trúnni eða er maður að hæðast að fólkinu sem trúir ? Þetta er nú voða þunn lína.

AK: Já.

SÁÁ: En mönnum var mjög í mun að afnema bann við guðlasti. Og, og þá að ef að menn breyta ærumeiðingarákvæðunum að þá stendur eftir þetta um ,,,, já,,,,og svo er nú líka þetta með erlenda þjóðhöfðingja líka. Það er nú búið að benda á það að við séum nú bara bundin soldið í báða skó með það. Af því við gengumst undir alþjóðlegar skuldbindingar hvað það varðar. Þannig að erfitt um vik að afnema refsiábyrgð þar. “

Annarstaðar í viðtalinu:

“SÁÁ: Og ég held og ég meina og getur það ekki verið sko eee nú þekkið þið það hér þessi dómsmál sem hafa verið höfðuð hér vegna ummæla sem hafa fallið hér á þessu tíðnisviði hehehehe. Að eh þetta er grein, menn eru nú ekki oft að kæra hérna eða gefa út ákærur með vísun til 233a sko.

AK: Nei nei það bara allt í einu gerðist,,,

SÁÁ:  Þannig að það getur verið að menn séu að kann hversu langt þeir geti farið sko bara reyna að fá,,,fá einhverja,,,einhvern botn í það hvort að þetta ákvæði sé kannski svipað og 234. greinin í rauninni de facto dottið upp fyrir sem ákæra sem sakamál sko.”

Dómsmálaráðherra um ECRI, “ekki faglegt. Og þá kannski veltir maður fyrir sér restinni sko”

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ráðherra ræðir breytingar á lögum á Útvarpi Sögu og segir ákærum á hendur starfsmönnum stöðvarinnar ætlað að úrskurða um hvort ákvæði sé dottið upp fyrir

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.