seychelles-Bjarni B

Rannsóknarblaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson setur eftirfarandi hugleiðingu fram á facebook síðu sinni:

Kannski er ágætt að halda því til haga að fyrir um ári síðan átti Bjarni Benediktsson í hvössum orðaskiptum við skattrannsóknarstjóra vegna skattaskjólsgagna og mögulegra kaupa á þeim. Fjármálaráðherra var sakaður um að þvælast fyrir málinu, annars vegar með því að setja óljós skilyrði fyrir kaupunum og hins vegar með drætti á svörum við bréfi ríkisskattstjóra þar sem óskað var eftir afstöðu ráðuneytisins til ýmissa atriða. Þegar ráðuneytið upplýsti óvænt um fyrsta tilboð seljandans á ráðuneytisvefnum gagnrýndi skattrannsóknarstjóri vinnubrögðin og taldi þau veikja samningsstöðu sína í viðræðum um kaupin. Nú er komið í ljós að á meðan ráðherrann stóð í þessu stappi var nafn hans sjálfs á lista yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum.

Ráðherra þvældist fyrir kaupum á skattaskjólsgögnum

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn