Bloggarinn Ragnar Þór Pétursson sem hefur verið áberandi í skrifum sínum á eyjunni hefur nú kvatt eyjuna. Ástæðuna segir hann vera samruna eyjunnar og DV. Hann segir margt í framgöngu nýs ritstjóra DV vera vafasamt og að sótt hafi verið í sjóði yfirlýstra andstæðinga fjölmiðilsins til að kaupa hann út af markaðnum.

“Ástæðan er sú að ég get ekki haldið áfram að skrifa hér prinsippsins vegna. Samruni Eyjunnar og DV er ástæðan. Mér bauðst á sínum tíma að blogga fyrir DV. Ég vildi það ekki. Ég vildi ekki lesendurna sem miðillinn gerði út á. Ég var alla tíð mjög gagnrýninn á æsifréttamennskuna. En mér misbauð þegar fjárfestar sóttu í sjóði yfirlýstra andstæðinga fjölmiðilsins til að kaupa hann út af markaðnum. Og margt í framgöngu nýja ritstjórans finnst mér afar vafasamt. Verst finnst mér að verið sé að sameina í eina blokk meðvirka stjórnvöldum þorrann af þeim fáu fjölmiðlum sem ekki eru rækilega á bandi eins eða annars nú þegar. “

Ragnar Þór hættir vegna DV málsins

| Samantekt |
About The Author
- Ritstjórn