Ragnar Þór Pétursson skrifar –

Það kom berlega í ljós í síðasta viðtalinu við lekaliðann, Gísla Frey, að hann telur sig eiga sér nokkrar málsvarnir í því að sverta mannorð Tony Omos vegna þess hverskonar náungi Omos sé. Hann sagðist vonast til að geta komið því á framfæri síðar sem ósagt væri um það. Og þeir eru furðu margir sem virðast vera tilbúnir að sætta sig við alvarleg trúnaðarbort af þessu tæi ef þau verða til þess að afhjúpa nógu vonda menn.

Þeir, sem tala á þessum nótum, skilja ekki málið. Hvernig náungi Omos er kemur því ekkert við hvernig málið var meðhöndlað.

scared-lady-1950sNú hefur kona nokkur bæst í þennan kostulega hóp. Hún starfar fyrir Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum (að eigin sögn) og samkvæmt henni hafa þær starfskonurnar þar lengi ætlað sér að hringja inn á Útvarp Sögu og jafna leikinn. Þeim hefur ofboðið hvernig talað hefur verið um Tony Omos sem fórnarlamb þegar þeirra reynsla af manninum er að þeim stóð stuggur af honum – og hinum hælisleitendunum sem voru í kompaníi við hann.

Að vísu kemur fram að hann hafi aldrei gert þeim neitt. Aðal ógnin virðist vera að hinar viðkvæmu Suðurnesjafrúr hafi verið logandi hræddar við þessa framandi menn og ekki treyst sér til að vera einar með þeim. Þess vegna vildu þær annað hvort loka þegar þeir komu á staðinn eða hafa til taks fíleflda karlmenn sem gætu gripið inn í ef þeir gerðu eitthvað. Sem aldrei gerðist.

Tvennt var þó Omos og föruneyti sekur um. Hann virðist hafa komið í Fjölskylduhjálpina til að „fá allt fyrir ekkert“ og svo fannst konunum útlit hans og hinna vera þannig að þær héldu að þeir væru stríðsglæpamenn á flótta. Þær þóttust sjá ör á andlitum þeirra og líkömum.

ToneLocMeð öðrum orðum, skíthræddar konur með titrandi rasískar taugar áttu voða bágt þegar útlensku framandi mennirnir mættu á svæðið – ef marka má þessa konu. Og vegna þess að þær urðu hræddar finnst þeim fráleitt að aðrir séu að berjast fyrir því að mannréttinda mannsins sé gætt og að gerð sé krafa um að innanríkisráðuneytið fari að lögum.

Ótti við þeldökka eða framandi karlmenn er þekkt gróðrastía í samfélögum þar sem rasismi fær að þrífast. Það eru meira að segja til stjórnmálafræðilegar leikfléttur sem virkja slíkan ótta. Nixon gerði það á sínum tíma með nokkuð góðum árangri¹ og George H. W. Bush gerði það líka².

scared-old-lady1Ótti við framandi karlmenn er alþjóðlegt fyrirbæri. Uppspretta hans er hvorki í útliti þeirra né hegðun. Uppsprettan liggur yfirleitt innra með þeim hræðslugjarna sjálfum og í kerfislægum samfélagskekkjum. Óttinn er afleiðing af djúpstæðri vanvirðingu fyrir þeim sem menn hræðast.

Það er merkilegt að fólk skuli veljast til mannúðarstarfa sem er þannig innréttað að þegar það sér örum settan flóttamann þá telji það sjálfkrafa að örin séu til marks um það að viðkomandi hafi kvalið aðra – en ekki að hann hafi mátt þola kvalir sjálfur. En það er svosem ekkert nýmæli. Mannúðarmál í einhverri mynd hafa alltaf verið gæluverkefni hinna hroka- og fordómafullu. Smáborgarar  og -sálir virðast hafa einstakt yndi af því að upplifa yfirburði á aðra.

Greinin birtist áður á bloggsvæði Ragnars Þórs og hér endurbirt með leyfi.

Rasískar, titrandi taugar í fjölskylduhjálpinni?

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn