Sema Erla Serdar skrifar –

Ég stakk af í frí fyrir helgi sem óhætt er að segja að hafi verið búið þegar meðlimur í íslensku þjóðfylkingunni hringdi í mig í hádeginu í dag. Sá var ósáttur við að ég hafi líkt flokknum við flokka þjóðernissinna, rasista og fasista í Evrópu og spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég trúi í alvöru, að ég héldi í alvörunni að meðlimir flokksins væru rasistar, eða hvort þetta væri grín.

13227131_10154848690849202_2326049632950520256_nÞegar ég fór að rifja upp fyrir honum fordómafullan málflutning fulltrúa flokksins, hvers konar myndefni þeir notuðu, hvernig þeir voru margir hverjir fljótir að stökkva á stuðningsmannavagn Davíðs Oddssonar eftir að hann og þáttastjórnendur í Bítinu voru fyrir helgi að ala á ótta og hatri í garð múslima og hvernig talað væri um fólk af ákveðnum uppruna, trú, þjóðerni og menningu innan flokksins skellti hann á mig.

Því miður tókst mér ekki að útskýra fyrir honum hvernig fordómar og rasismi eiga sér margar birtingarmyndir en hann kannaðist ekki við fordóma í íslensku samfélagi frekar en uppgang nýnasista og fasista í Evrópu. Af dæmunum sem fylgja hér með er auðvelt að sýna fram á að rasismi er sprellifandi á meðal Íslendinga og ef eitthvað er, þá er hann að vaxa og breiða úr sér. Það er mikið áhyggjuefni!

13233019_10154848691054202_2422048883949623112_nHin hefðbundna skilgreining á rasisma er að margra mati úrelt. Í dag er áherslan ekki einungis á yfirburði eins kynþáttar heldur er lögð áhersla á menningu og aðgreiningu hennar meðal þjóða og fólks af öðrum litarhætti. Hugmyndin um kynþætti skiptir ekki höfuðmáli lengur heldur menningarleg einkenni og hvað aðgreinir þau hvert frá öðru. Stundum er notað hugtakið menningarlegur rasismi yfir þessa skilgreiningu. Nú á dögum þykir slíkur rasismi, sem einnig hefur verið nefndur ný-rasismi, vera sjálfsagðari en þeir voru áður, og kristallast það m.a. í yfirlýstri andúð á innflytjendum, múslimum og útlendingum almennt.

Þeir sem tjá þennan nýja rasisma eru oft afsakandi í framkomu sinni, segjast ekki vera rasistar heldur vilji þeir einungis „ræða málin.“ Að ræða málin í þessu samhengi er einmitt hvort rasískar hugmyndir standist skoðun. Þá er algengt að orðræðan snúist um þessa meintu ógn sem steðjar af fjölmenningu, auknum innflytjendastraumi, eða ákveðnum þjóðfélagshópum. Vegna þessarar „hættu“ sem þeir telja sig skynja, láta þeir sig slík málefni sérstaklega varða.

Talsmenn þeirra sem sem aðhyllast slíkar skoðanir og eru andsnúnir fjölmenningu benda gjarnan á að afstaða þeirra sé ekki rasísk vegna þess að þeir segjast ekki leggja neina áherslu á kynþætti. Það séu frekar gagnrýnendur þeirra sem séu rasískir vegna þess að þeir eru að mála múslima og aðra trúarhópa upp sem kynþætti. Hins vegar hefur verið bent á að ekki sé hægt að segja að menningarlegur rasismi sé ekki rasismi, einfaldlega vegna þess að hugtakið eigi ekki við um kynþætti. Menningarlegur rasismi er afbrigði rasisma sem skiptir einfaldlega kynþætti út fyrir menningu. Menning er þannig orðin að hinum nýja kynþætti.

13238917_10154848690904202_2870764433791005312_nEitt af höfuðeinkennum menningarlegs rasisma og þjóðernispopúlismans sem honum fylgir er að draga upp tvískipta mynd af þjóð sinni eða sínum menningarheimi annars vegar, og útlendingum eða öllum utanaðkomandi hinsvegar; „við“ og „hinir.“ Þetta er svarthvít mynd sem aðgreinir einnig hið „góða“ frá hinu „illa.“ Slíkum málflutningi hefur verið beitt öldum saman af þeim sem haldnir eru útilokandi þjóðernishyggju og útlendingahræðslu, enda er það elsta trixið í bókinni að ala á ótta til þess að fá fólk með þér á einhverja ákveðna skoðun.

Rasismi, sama í hvaða mynd hann birtist, er stórhættulegt samfélagsmein sem mikilvægt er að uppræta áður en það heldur áfram að breiða úr sér í samfélaginu. Þeir sem verða fyrir rasisma eða verða vitni að slíku eiga aldrei að þegja yfir því, skammast sín fyrir það eða halda að það segi eitthvað um hvernig manneskja þeir/þær eru. Að grípa til slíkra aðferða segir frekar allt um þann sem það gerir og hversu ömurlegan málstað sá er að reyna að verja. Það á hiklaust að skila skömminni til þeirra sem halda að þeir séu yfir aðra hafna vegna uppruna, trúar, þjóðernis eða menningar.

Segjum nei við rasisma og fordómum. Segjum nei við hatursorðræðu og persónuníð. Segjum nei við mismunun, óréttlæti og þeim sem ala á ótta, hatri og sundrungu!

Ást og friður!

 

Sema Erla Serdar

Sema Erla Serdar

29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína.

Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!
Sema Erla Serdar

Latest posts by Sema Erla Serdar (see all)

Rasismi á Íslandi

| Sema Erla Serdar |
About The Author
- 29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína. Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!