Geðlæknirinn Alvin F. Poussaint segir að kynþáttafordómar séu veruleikafirring og einkenni geðrænna vandamála.

mh7WH_t94Hwz_992x620_oddByFUJ

Bragi Páll Sigurðarson skrifar –

Alvin F. Poussaint, prófessor í geðlækningum, segir að kynþáttafordómar ættu að flokkast sem geðsjúkdómur og að fordómafullt fólk ætti að nálgast eins og sjúklinga sem þurfa á hjálp að halda.

Gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til þess að fá samtök geðlækna í Bandaríkjunum [e. The American Psychiatric Association] til að viðurkenna rasisma sem geðsjúkdóm, en án árangurs. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna segja að vegna þess hversu útbreiddur rasismi er í landinu sé um samfélagslegt og menningarlegt mein að ræða, mun frekar en geðveilu.

„Ef við höldum áfram að líta á öfgafullan rasisma sem eðlilegan en ekki sjúklegan gefum við honum tilverurétt.“

Segir geðlæknirinn Alvin F. Poussant í grein sinni í hinu virta læknisfræðitímariti Western Journal of Medicine að sökum þess að félagið vilji ekki viðurkenna sjúkdóminn sé ómögulegt fyrir geðlækna að takast á við og reyna að lækna hann í sjúklingum sínum. „Ef við höldum áfram að líta á öfgafullan rasisma sem eðlilegan en ekki sjúklegan gefum við honum tilverurétt. Hver sá sem útilokar hóp af fólki og notar hann sem blóraböggul sinna eigin innri átaka og vandamála sýnir öll einkenni veruleika röskunar, sem er grafalvarlegur geðrænn sjúkdómur,“ skrifar Poussant.

Alvin F Poussant Poussant er gríðarlega virtur geðlæknir í Bandaríkjunum og hefur skrifað fjölda ritgerða og bóka í greininni.

Alvin F Poussant Poussant er gríðarlega virtur geðlæknir í Bandaríkjunum og hefur skrifað fjölda ritgerða og bóka í greininni.

Hegðun rasista, segir Poussant, ætti að skoða með hliðsjón af 5 stiga skala geðlæknisins Gordon W. Allport, sem birtist í bók hans The Nature of Prejudice, sem er ein áhrifamesta bók sögu í sögu geðlækninga. Skali lýsir sífellt hættulegri, stigvaxandi hegðun. Fyrsta stigið er andúð tjáð í orði, annað stigið er að forðast meðlimi hópsins sem fordómarnir beinast gegn, þriðja stigið er virk mismunun gegn hópnum, fjórða eru árásir gegn þeim, og fimmta stigið er útrýming (hengingar, fjöldamorð, þjóðarmorð.)

Bendir hann einnig á að geðlæknarnir Sullaway og Dunbar rannsökuðu nýverið auknar líkur á því að fólk sem er gríðarlega fordómafullt sé einnig að kljást við aðra geðsjúkdóma eins og til dæmis sjúklega vænissýki og veruleikarof.

Í greininni leggur Poussant svo til að undirtegund sjúklegrar veruleikafirringar sé bætt við í DMS greiningarbók geðlækna. [e. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders.]

Fordómafull týpa: Ranghugmynd hvers meginþema er að hópur einstaklinga í umhverfi viðkomandi, sem deila sameiginlegum einkennum, hafi sérstakt og óvenjulegt vægi. Þessar ranghugmyndir eru yfirleitt af neikvæðu og niðrandi tagi, en geta einnig verið miklandi í eðli sínu. Þegar þessar ranghugmyndir fara út í öfga getur viðkomandi brugðist við með því að reyna að skaða eða jafnvel myrða meðlimi hópsins sem litið er niður á.

Öfgafullar rasískar skoðanir geti einnig birsts sem einkenni annarra geðrænna veikinda, til dæmis geðklofa og geðhvarfasýki. Manneskjur sem þjáist af veruleikafirringu eigi yfirleitt við alvaralega félagslega kvilla að stríða sem aftri því að þær geti átt í eðlilegum samböndum við annað fólk og haldið vinnu.

    „Manneskjur sem eru haldnar þessum ranghugmyndum er gríðarlega hættulegar sjálfum sér og öðrum.“

„Sem klínískur geðlæknir hef ég fengið til meðferðar nokkra sjúklinga sem vörpuðu sinni eigin óásættanlegu hegðun og átta sínum á aðra kynþætti og minnihlutahópa og gerðu þá ábyrga fyrir vandamálum samfélagsins. Einarðar rasístar tilfinningar þeirra, sem þau trúðu svo rækilega að engin rök fengu breytt, voru einkenni alvarlegs andlegs afbrigðileika. Þegar þessir sjúklingar urðu svo meira varir um sín eigin vandamál, minnkaði vænissýki þeirra og fordómarnir í leiðinni.“

Heldur Poussant því fram að gríðarlega mikilvægt sé að félag geðlækna í Bandaríkjunum viðurkenni kynþáttafordóma sem geðsjúkdóm. „Manneskjur sem eru haldnar þessum ranghugmyndum eru gríðarlega hættulegar sjálfum sér og öðrum.“ Geðlæknar þurfi ráðgjöf um það hvernig eigi að takast á við rasisma í öllum sínum myndum svo þeir geti boðið upp á meðferð við hæfi. „Að öðrum kosti munu veruleikafirrtir rasistar halda áfram að verða útundan í geðheilbrigðiskerfinu, og við getum búist við því að þeir bugist og láti verða af banvænum hugmyndum sínum.“

Hér má lesa grein Alvin F. Poussant

Greinin birtist á Stundinni þann 15. júlí 2016 og er hér endurbirt með leyfi höfundar.

Rasismi er geðveiki

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn