20603-6-1

Merkilegt nokk, þá hef ég ekki orðið var við að þeir sam láta hæðst við þessa læknabrennu á Óttari Guðmundssyni geðlækni, hafi sem dæmi poppað upp í neinum umræðum um jafnlaunavottun en frumvarp um það fyrirkomulag liggur nú fyrir þinginu. Vanalega er ég eini maðurinn í umræðum um jafnlaunavottun sem aðhyllist þá lausn sem notuð hefur verið víða um heim til að rétta hag kvenna, svartra í Bandaríkjunum og hinna ýmsu þjóðfélagshópa í Indlandi. Í tilfelli kvenna þá hafa þær þurft að þola viðbjóðslega kúgun, allt frá fyrstu dögum mannkyns, kúgun, illa meðferð og ofbeldi, og já lág laun. Að endingu hefur þeim verið neitað um skólavist, starfsframa og meira að segja þráast dómsmálaráðherra við að horfa til kynjajöfnuðar við ráðningu á dómurum við æðsta dómstigið, sjálfan Hæstarétt.

Hvar eru þá þessi ungmenni sem nú þykjast hafa fundið upp baráttuna fyrir réttindum kvenna þegar að raunverulegar umræður fara fram ?

Ef að ekki má (nota bene af einskærum góðum hug) ráðleggja ungu fólki að senda ekki frá sér typpa og brjóstamyndir í stafrænu formi, öðruvísi en að vera öskraður niður af ungu fólki sem þó er fætt inn í meira jafnrétti en mín kynslóð ólst upp við, hvað þá mæður okkar. Mín kynslóð þurfti að þola gríðarlegt kynjamisrétti sem þessar ungu gagnrýnisraddir þekkja sem betur fer ekki, en ef meiningin er að sína hollustu sína við málstaðinn með því að drulla yfir okkur sem komum úr því umhverfi og aðstæðum, þá er það fyrir mér ekki femínismi, heldur eitthvað allt annað.

Óttar Guðmundsson er kannski ekki orðheppnasti maður í heimi, en svo vill nú til að hann er fær geðlæknir. Þetta segi ég ekki í neinu læknasnobbi, heldur þekki ég einfaldlega fólk sem ég veit að hann hefur hjálpað verulega. Hann fer út fyrir rammann og leitar leiða með sjúklingum sínum sem ekki myndu liggja fyrir öllum. Ég hugsa að segja mætti að hann búi yfir vissri náðargáfu.

Maður eins og Óttar hefur ýmislegt fram að færa í opinberri umræðu, enda þótt mér þyki hann hafa í pistlaskrifum sínum fyrir Fréttablaðið beitt helst til mikilli kaldhæðni og dómhörku. Ég sé þetta jafnan fyrir mér sem vörn hjá Óttari. Endalausar tilvitnannir í Íslendingasögurnar sem ég held nú ekki að neinn taki fyrir sagnfræði, eiga tæpast miklar hliðstæður þegar kemur að athugunum á mannlegu eðli og vandamálum samtímans. Íslendingasögurnar eru einfaldlega bull í fyrsta lagi. Í öðru lagi þá ganga þær út á ýmist ræfildóm eða ofbeldi á konum jafnt sem körlum og það sem við myndum kalla allsherjar stórmennskubrjálæði og grimmd. Þannig var veruleikinn, þótt ég leyfi mér að gera frat í sannleiksgildi þessara sagna, þá held ég að tíðarandinn komi þó nokkuð vel fram í Íslendingasögunum. Þær eru krassandi lestrarefni, sérstaklega fyrir karla sem eru að hallast á seinni hluta æviskeiðs síns.

En líkingar Óttars úr Íslendingasögunum við ýmis samtíðarálitamál geta varla talist tengjast læknavísindunum. Ekki svo að skilja að hann megi ekki fjalla um eitthvað annað en sitt sérsvið. En hann er þó jafnan að gera einmitt það. Þessi gálgahúmor hans að líkja raunverulegum flóknum spurningum samtímans við dæmi úr Íslendingasögunum er rosalega misheppnaður. Það er ljóst að Óttar þjáist af biturð sem kemur fram í því að hann hefur gaman af að slengja fram ofureinföldum húsráðum til lausnar á erfiðum spurningum og má segja að í þessu felist viss ruddaskapur, sérstaklega með tilliti til þess að flestir þeir sem lesa pistlana hans, taka innihaldinu sem sérfræðiáliti hans sem geðlæknis á hinum ýmsu málum.

Þarna hefur því Óttar farið nokkuð út af sporinu, en,,,,

Sá reiðilestur sem Óttar hefur hlotið undanfarna daga vegna viðtals á Rás 2 þar sem hann er spurður um hefndarklám á netinu, er út úr öllu korti. Óttar þótti mér koma að mestu leyti vel út úr því viðtali. Hann velur að ráðleggja í raun fólki að vera ekki að senda frá sér myndir sem gætu lent í röngum höndum eða á röngum stöðum, jafnvel verið notað sem hefndarklám. Sjálfum þykir mér þetta ofureðlileg ábending og myndi ég aldrei senda frá mér nektarmyndir af mér sjálfum, öðruvísi að standa alveg klár á því að það myndi alls ekki trufla mig þótt myndefnið gæti endað á netinu. En forsvarsmenn Druslugöngunar og fleiri hafa nú vaðið á súðum yfir málinu. Ungt fólk sem telur Óttar hafa verið að gera lítið úr fórnarlömbum hefndarkláms, kenna þeim um. Það þarf einbeittan brotavilja til að komast að þeirri niðurstöðu.

Það má vera að Óttar setji oft upp í sig hælinn í tilraun sinni til að vera fyndinn, en nú ættu Íslenskir femínistar ekki að vera að leita að fórnarlambi, heldur reka myndarlegan áróður fyrir jafnlaunavottun, þar vantar gott fólk á árarnar. Ekki eyða tíma ykkar og annara í vitleysu elskurnar mínar, berjist fyrir jafnlaunavottun og að kynjareglur verði notaðar við skipan dómara við Hæstarétt. Það eru raunveruleg báráttumál. Ekki vera að senda typpa & og brjóstamyndir af ykkur með tölvupósti, það er alvarlega hallærislegt greyin mín.

Í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær var viðtal við Óttar Guðmundsson, geðlækni. Í viðtalinu dró hann úr alvarleika stafræns kynferðisofbeldis og viðhafði meiðandi orðræðu í garð þolenda. Þar sagði hann meðal annars: „Það sem einkennir konur í samskipti við netið er þessi trúgirni,” „Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta – einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.” „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.” Okkur finnst með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum. Að dreifa kynferðislegu efni án samþykkis er ofbeldi og það er mikilvægt að talað sé um það sem slíkt. Þegar einstaklingur deilir efni í trúnaði með annarri manneskju í gegnum netið jafngildir það því ekki að deila efninu með öllum sem nota internetið. Það að samskiptin fari fram á netinu veitir ekki afsökun til að beita ofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er alvarlegur glæpur sem hefur sambærilegar afleiðingar fyrir þolendur þess og annað kynferðisofbeldi. Rétt eins og í tengslum við annað kynferðisofbeldi er þolendasmánun (e. victim-blaming) mjög algeng í umræðu um þessi brot. Ein birtingarmynd þolendasmánunar er að varpa ábyrgð yfir á þolendur með því að gefa til kynna að þeir hafi á einhvern hátt kallað ofbeldið yfir sig. Orðræða af þessu tagi er ekki einungis meiðandi í garð þolenda heldur líka til þess fallinn að draga úr alvarleika þess að beita ofbeldi og viðhalda ranghugmyndum gerenda um að hægt sé að réttlæta brotið. Ef uppræta á stafrænt kynferðisofbeldi er mikilvægt að það sé ekki talað um það eins og sjálfsagðan hlut, eitthvað sem óhjákvæmilega gerist. Myndir koma sér ekki sjálfar í dreifingu, það eru gerendur sem dreifa myndum. Tölum ekki um ofbeldi sem eitthvað sem þolandi gat gefið sér að myndi gerast, því ofbeldi er aldrei sjálfsagt. Trúgirni kemur þannig því að verða fyrir ofbeldi ekkert við. Í öllum kynferðislegum samskiptum erum við að sýna traust sem hægt er að misnota. Það að traustið sé brotið og misnotað er aldrei á ábyrgð þess sem verður fyrir því. Ofbeldi verður aldrei vegna mistaka þolanda og að verða fyrir ofbeldi er ekki eitthvað sem einstaklingur þarf að læra af. Kynferðisleg samskipti fólks, hvort sem þau fara fram með því að senda nektarmyndir eða með öðrum hætti orsakar né afsakar ekki að ofbeldi sé beitt. Stafrænt kynferðisofbeldi verður ekki upprætt með því að senda þau skilaboð til þolenda að þeir verði að passa sig betur, ekki frekar en annað kynferðisofbeldi. Við trúum því hinsvegar að hægt sé að draga úr þessum brotum með fræðslu og bættri umræðu innan samfélagsins, í þágu þolenda. Þegar Óttar Guðmundsson kemur fram í fjölmiðlum með þessum hætti gerir hann það ekki sem Óttar Guðmundsson, heimilisfaðir með skoðanir. Hann er að koma fram sem Óttar Guðmundsson, geðlæknir og fagaðili. Með þessari þolendasmánun er hann að fæla þolendur stafræns kynferðisofbeldis frá því að leita til fagaðila og takast á við afleiðingar ofbeldis og jafnvel ýta undir frekari vanlíðan og fleiri brot. Það er grafalvarlegt og tilefni til að fagaðilar í hans stétt bregðist við svo fólk veigri sér ekki við því að leita til þeirra verði það fyrir ofbeldi. Þolendur verða að vita að fagaðilar standa með þeim. Að lokum viljum við segja við alla þolendur sem sífellt þurfa að hlusta á svona kjaftæði: Við munum standa með þér.

Í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær var viðtal við Óttar Guðmundsson, geðlækni. Í viðtalinu dró hann úr alvarleika stafræns kynferðisofbeldis og viðhafði…

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Rétturinn til að senda typpa & píkumyndir – Óttar Guðmunds, sjóðum hann í potti.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.