Þeir fyrirfinnast hér á landi sem hafa meiri áhyggjur af þeim fjármunum sem fara í kostnað við málefni hælisleitenda en gríðarlegum hagnaði t.d. sjávarútvegsfyrirtækja sem alls ekki virðist mega skattleggja. Í ársskýrslu HB Granda fyrir árið 2016 kemur fram eftirfarandi:

“Rekstrartekjur HB Granda hf. árið 2016 námu 201,2 m€ samanborið við 225,5 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 44,3 m€ eða 22,0% af rekstrartekjum, en var 54,2 m€ eða 24,0% árið áður.”

Þarna kemur fram að Rekstrarhagnaður var 22,0% af rekstrartekjum fyrir árið 2016.

Hvað varðar anal í seringu á þessum tölum þá læt ég þær eftir talnagleggri mönnum en mér. Í öllu falli þá færi þetta eina fyrirtæki (HP Grandi) létt með að standa undir kostnaði við alla hælisleitendur hér á landi einungis með arðgreiðslum sínum. Hvað þá ef að horft yrði dýpra í ráðstöfun á hagnaði fyrirtækisins.

Í fjárlögum fyrir árið 2016 kemur fram að Gjöld til Landspítalans úr ríkissjóði eru áætluð samtals rúmlega 51 milljarður

Læknaráð Landspítala mat í fyrra uppsafnaða viðbótarfjárþörf Landspítalans 2017 á tæpa 12 milljarða króna. HP Grandi gæti auðveldlega staðið undir þeirri byrði.

Þá vaknar spurningin af hverju fer ríkið ekki í rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Það er ekkert sem bannar ríkinu það.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ríkið getur stofnað útgerðarfélög

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.