Big bad wolfNú kveikir maður aðeins á Útvarpi Sögu sem eitt sinn var alþýðuútvarp en hefur nú breyst í málpípu öfgahægrimanna. Svona rétt eins og hægt er að ganga inn í strip-joint í Atlanta og þar munt þú heyra Hip Hop sem verður spilað í útvarpinu eftir svona mánuð. Þá missa menn sig einnig á Útvarpi Sögu.

Gústaf Níelsson er kostulegur fugl og að hleypa honum að míkrafóni í þætti hjá tveimur mjög illa upplýstum þáttastýrum stöðvarinnar, er svona rétt eins og að setja greindarskert villisvín á amfetamín, eða flugvélabensín á 8 cylindra vél. Blaðra full af lofti verður ekki stærri þótt þú blásir í hana meira lofti. Vitgranna villisvínið mun látast úr hjartaslagi, 8 cylindra vélin mun bræða úr sér og blaðran mun springa.

En vandamál Útvarps Sögu er að stöðin aðlagast ekki að Íslenskri menningu eins og hún er í dag. Það er langt frá því að innflytjendur eigi við þetta vandamál að stríða. Það er Gústaf Níelsson sem á í vandræðum með að aðlagast Íslenskum siðum enda tala Íslendingar í dag mörg tungumál og iðka alls kyns trúarbrögð. Gústaf, andlegur leiðtogi Útvarps Sögu, er einangraður í orði sínu og æði. Við nennum ekki að hlusta á hann.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ringlaðar dömur á Útvarpi Sögu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.