Vísir Þá er það komið á hreint að ritstjóri Fréttablaðsins ætlar ekki að svara fyrirspurn okkar á Sandkassanum um etníska samsetningu starfsmanna á Fréttastofu blaðsins. Það skal tekið fram að Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra er svo sem ekki skylt að svara þessari fyrirspurn. Hitt er annað mál að fréttastofan undir stjórn Kristínar, hefur hvað eftir annað ritað popúlískar fréttir með eldfimum fyrirsögnum þar sem leitast er við að æsa upp neikvæð viðhorf í garð útlendinga. þetta er gert með því að vísa sérstaklega til innflytjendastöðu fólks í fréttum, málastöðu hjá útlendingastofnun, stöðu viðkomandi sem umsækjanda um hæli hér á landi, þjóðernis og/eða uppruna.

Þetta er ekki í samræmi við góða starfshætti blaðamanna.

kriSérstaklega er þetta alvarlegt mál þegar um slíkt Fjölmiðlaveldi er að ræða og 365 Miðla og Fréttablaðið sem borið er frítt inn á öll heimili landsins. Þá ætti það að vera metnaðarmál Kristínar Þorsteinsdóttur sem og allra þeirra er starfa við blaðið, að þó nokkur fjöldi starfsmanna fréttastofu sé samansettur af blaðamönnum með bakgrunn sem endurspeglar að einhverju leyti samsetningu þjóðarinnar, skattgreiðenda og þeirra sem hér búa. Þess í stað velur stjórn Fréttablaðsins að vera einungis með hvíta Íslenska blaðamenn en rannsóknir hafa sýnt að þessi samsetning skiptir verulegu máli þegar kemur að sanngirni í fréttaflutningi í fjölmenningarsamfélögum.

Kristín Þorsteinsdóttir ritstjóri Fréttablaðsins hefur fengið fyrirspurnina senda tvívegis með ca. mánaðar millibili, um leið er hún augsýnilega ekki í sumarfríi enda ritandi leiðara. Það er vissulega álitshnekkir fyrir Kristínu sem og blaðið að sýna ekki viðleitni í þessu efni, í því felst viss vanvirðing fyrir lesendum og raunar því fólki sem hér býr.

Það er þó von mín að fyrirspurnir Sandkassans ýti við stjórn Fréttablaðsins, að stjórnarmenn taki málið til umræðu og að fljótlega verði starfsmannalisti Fréttablaðsins ekki eins og að lesa í gegn um félagaskrá Klu Klux Klan.

Ef þau ætla að halda í lesendur til framtíðar þá á þetta að vera áhyggjuefni innanhúss hjá Fréttablaðinu enda er ýmislegt sem miður hefur farið í störfum fréttastofunnar á sviði fjölmenningar á undanförnum árum, þar á meðal afar gagnrýnisverð aðkoma fréttastofu blaðsins að Lekamálinu svokallaða.

sjá einnig:

Beðið eftir svari frá Ritstjóra Fréttablaðsins

Spurning til Fréttablaðsins um fjölmenningarstefnu

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ritstjóri Fréttablaðsins svarar ekki.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.