Haraldur Davíðsson

Sú breyting verður nú á rekstri Sandkassans að í stað eins umsjónaraðila þá hefur verið sett saman ritstjórn sem mun fara með daglegan rekstur og helstu ákvarðanatökur. Ritstjórnina skipa þeir Gunnar Hjartarson og Haraldur Davíðsson en báðir hafa þeir verið áberandi í umræðum um mannréttindamál.

Gunnar Hjartarson hefur ritað vandaða pistla hér á Sandkassann um nokkurt skeið og þekkja lesendur vel greina hans. Haraldur er okkur einnig kærkomin viðbót enda maður sem ekki bregður fyrir sig neinni uppgerðarkurteisi.

Gunnar Hjartarson

Ég vil bjóða þá félaga velkomna á ritstjórnina og ætti blaðið einungis að verða betra við þennan liðsauka.

Sandkassinn hefur verið áhrifamiðill í barráttunni gegn rasisma og mannréttindabrotum og hann mun verða það áfram. Ef einhverjar stefnubreytingar verða á blaðinu þá verða þær ákveðnar með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á fundum ritstjórnar. Stefnan er að stækka ritstjórnina upp í 5-7 manns með tíð og tíma en vanda skal valið og því gefin sá tími sem þarf.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ritsjórn Sandkassans

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.