Smelltu hérna og skoraðu á rússnesk yfirvöld að fella niður réttarhöldin yfir Yekaterina Vologzheninova þar sem hún nýtti aðeins tjáningarfrelsi sitt.

Yekaterina Vologzheninova, aðstoðarverslunarstjóri frá Yekateringuburg í Rússlandi, var ákærð fyrir að „egna til haturs eða fjandskapar“ í tengslum við skrif sín á netinu um innlimun Rússlands á Krímskaga og hernaðaríhlutun rússneska hersins í Donbass, í Austur-Úrkraínu.

Frá upphafi réttarhaldanna gegn Yekaterina þann 27. október 2015 hafa þrír málflutningar farið fram í dómssal og þrjú af fimm lykilvitnum saksóknara hafa verið yfirheyrð. Eitt vitnanna sem er fyrrum starfsfélagi Yekaterina dróg yfirlýsingu sína til baka og sagði starfsmann Alríkislögreglu Rússneska Sambandsríkisins hafa „snúið út úr orðum sínum“. Hin vitnin voru starfsmenn Roskomnadzor sem er opinber eftirlitsaðili fjölmiðla og netverja í landinu en þeir voru viðstaddir þegar leit var gerð á heimili Yekaterina í desember 2014. Starfsmenn Roskomnadzor héldu því fram að skrif Yekaterina á samfélagsmiðlum særðu tilfinningar þeirra sem borgarar Rússneska Sambandríkisins og að „skrifunum væri stefnt gegn borgurum landsins og ríkisstjórninni“. Engu að síður g�A1tu starfsmennirnir ekki staðfest að skrifunum væri beint gegn sérstöku þjóðarbroti sem ákæran gegn Yekaterina gengur út á.

Réttarhöld sem runnin eru af pólitískum rótum, eins og þau sem fara fram gegn Yekaterina, færast sífellt í aukana í því stjórnmálaástandi sem er ráðandi í landinu.

Rússnesk kona bíður réttarhalda vegna gagnrýni sinnar á rússnesk stjórnvöld

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn