Orustan um Ísland

 

 

401190_3313074471107_268930909_nÓlafur Jónsson, oft nefndur Óli Ufsi. Hann spyr hvort LÍÚ hafi hótað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í samningaviðræðum við stjórnina? Sá sem hér situr trúir fyllilega sögu Ólafs um skuggahlið Þorsteins Más Baldvinssonar, enda er ekkert fals í Óla og sú frásögn tekur augsýnilega á hann.

 

Það vekur upp hjá mér hlýjar minningar að ég var í stuttan tíma háseti á togaranum Snorra Sturlusyni árið 1984 og var Ólafur þá skipstjóri. Óli kætist þegar ég segi honum þetta og spyr mig hvort kaupið hafi ekki verið gott?

 

GW: Heyrðu samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn, þá námu tekjur sjávarútvegsins á árinu 2013 263 milljörðum, og arðgreiðslur á árinu námu 12 milljörðum króna. Fjárfesting í greininni jókst um 87% milli ára þrátt fyrir að veiðigjaldið væri sett á.

 

Óli: Já og taktu eftir því líka að þeir eru búnir að borga niður frá hruni ofaná vextina 150 milljarða af skuldunum. Peninga sem þeir tóku út í fyrirfram greiddan arð fyrir hrun. Hundruðir milljarða sem síðan ollu FROÐUNNI sem var upphafið af hruninu.

 

GW: Já

 

Óli: Fyrir utan vextina. Málið er að þeir fengu óskipta þessa 50% gengisfellingu eftir hrun. Þeir fengu hana bara í vasann. Þegar húsin hrundu, launin hrundu, spítalarnir hrundu og allt hrundi. Þá labbaði útgerðin inn í framtíðina með 50% gengisfellingu, ofan á góðæri á  mörkuðum. Þetta er bara geggjun.

 

GW: Þetta er geggjun sko, síðan fá þeir þetta fína lága gengi

 

Óli: Já svo heldur það bara áfram. Það má hafa alls kyns skoðannir á virðisaukaskattinum. Þessum matarskatti og allt það, en þeir eru að reyna að draga úr skaðanum með vörugjöldunum og öðrum hliðar ráðstöfunum. Af hverju var ekkert svona gert eftir hrunið, gagnvart útgerðinni ? Útgerðin þurfti ekki einu sinni á þessari gengisfellingu að halda að neinu leyti því að markaðirnir voru alveg í toppi.

 

GW: Og þetta er gríðarlegur arður sem þeir eru að greiða út í raun og veru, var ekki HB Grandi að greiða út 2,3 milljarða í arð, en ég meina þeir greiddu ekki nema helmingi lægri upphæð ca í veiðigjöld.

 

Óli: Nei nei

 

GW: En samt er þetta svona erfitt sko

 

Óli: Já já þetta er alveg rosalega erfitt fyrir útgerðina sem er vafin innan múra EINOKUNAR og hafa ekki undan að telja peningana sína.

 

Það þarf að upplýsa hvaða hótunum útgerðin beitti til að koma í veg fyrir „FYRNINGALEIÐINA“

 

 

 

Ólafur ásamt áhöfn á Viðey RE setur heimsmet í söluverði í Bremerhaven

Ólafur ásamt áhöfn á Viðey RE setur heimsmet í söluverði í Bremerhaven – smellið á myndina til að stækka.

GW: Hefurðu fengið einhvern pata af þessum breytingum  á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem eru í loftinu núna,  nú hefur maður svo sem ekkert fengið að vita um hverjar þær séu.  Hefur þú einhverja hugmynd um hverjar þær gætu verið ?

 

Óli:Þetta er sáttaleiðin sem einhverra hluta vegna byrjaði hjá Vinstri stjórninni. Það þarf að upplýsa hvaða hótunum útgerðin beitti til að koma í veg fyrir „FYRNINGALEIÐINA“. Það er sannarlega eitthvað úldið við þessa vinstristjórn sem sat eftir hrun og vonandi upplýsir einhver hvað fór fram.

 

GW: Já sem að Ólína var að vasast í og ekkert gekk, það var eiginlega allt hrakið til baka var það ekki, allar tillögur stjórnarinnar ?

 

Óli: Jú jú Ég held samt það hafi verið eins gott að Sáttaleiðin fór ekki í gegn þá, nú síðan eru þeir búnir að hafa þetta fyrir sjálfa sig. Þetta er bara ríkisstjórn LÍÚ og þeir náttúrulega eru búnir að slípa þetta til. Svo setja þeir fram svona 23 ár til að hafa eitthvað til að semja upp á og svo ætla þeir að sættast á 15 ár eða eitthvað svoleiðis. Eitthvert svona kjaftæði. Svo segjast þeir ætla að lækka veiðigjöldin. Það er bara svo þeir geti fallist á að hækka veiðigjöldin um einhver 2-3%, svo eru bara allir kátir og þeir eiga kvótann. Þetta er mesta svikamilla sem nokkurn tíman hefur sést í Íslenskum stjórnmálum.

 

GW: Jájájájá, en þú segir að sem betur fer í tíð vinstri stjórnarinnar, áttu þá við frumvarp Jóns Bjarnasonar sem var stöðvað eða ?

 

Óli: Ja bara að ríkisstjórnin, vinstri stjórnin fór af stað með fyrningarleiðina. Og það var náttúrulega besti kosturinn fyrir þjóðina að komast út úr þessari einokun á kvótanum. Við verðum að komast ú túr því, að það sé fólk sem á nýtingarréttinn á auðlindinni. 1. Greinin er ómerk ef við komumst ekki út úr þessu „að sama fólkið einoki alltaf veiðiheimildirnar“. Nú varðandi fyrningarleiðina. Það þarf ekkert að hafa einhver 5 ár til að láta kvótann fyrnast. Það er hægt að gera það með einu pennastriki.

 

Að fiskveiðistjórnunarkerfinu sé breytt með einu pennastriki, þeir settu það á með einu pennastriki, við settum kvótakerfið á með einu pennastriki. Svoleiðis að það er komið fordæmi, það má bara breyta stjórn fiskveiða með einu pennastriki. En ok, þau vildu fara einhverja jafnaðarleið, þetta er nú jafnaðarfólk.  Og það var 5 ára fyrningarleið. Nú þá værum við laus út úr þessu núna.
En hvað skeði, þarna strax eftir hrunið, að þeir gefa þeim 50% gengisfellingu. Og falla frá fyrningarleiðinni. Voru þetta hótannir frá útgerðinni , sem sat á 700 milljarða skuldum ? Eyðslu-skuldum sem ollu hruninu. Útgerðin á ekkert inni hjá þjóðinni. Gerum okkur grein fyrir því.
Af hverju var ekki farið í útgerðina og gert það sem fólkið studdi þessa ríkisstjórn til þess að gera ? Hótaði LÍÚ ríkisstjórninni að ef að ekki yrði farið að kröfum þeirra varðandi gengið og varðandi fyrningarleiðina, þá myndu þeir dömpa 600 milljörðum ofan í hrunið ? Var það þannig ?

 

GW: Það hefur alltaf verið mín tilfinning að það hafi verið einhvern vegin þannig,

 

Óli: Eitthvað skeði. Ég meina, það er bara öllu kastað frá. Og upp úr því verður sáttaleiðin til. Sátt við hverja ? Sátt fyrir einhver 5% af þjóðinni ? Það voru ekki fleiri sem komu að þessu. Það kom engin almennilegur maður að þessu. Þetta var allt saman kvótalið sem var þarna inni. Alltaf þegar hefur átt að fara í það að gera einhverjar breytingar á kvótakerfinu.  Þá sest útgerðin ekki að samningaborðinu fyrr en að búið er að skrifa 1. greinina. Og fyrsta greinin hjá þeim hljóðar svo: ‘Stjórn fiskveiða verði stjórnað með kvótakerfi’. Þetta er alltaf gert. Af því þeir eru skíthræddir við sóknarmarkið. Þeir vilja það ekki því þá þurfa þeir að fara að keppa um fiskinn og keppa um fisk í vinnsluna á markaði. Þessir menn vilja ekki keppa um neitt þeir vilja bara sitja á rassgatinu og hirða sína peninga.

 

LÍÚ hótar að sigla öllum skipum í land 14. janúar 2010

 

GW: Er það þín tilfinning Óli að útgerðarmenn vilji helst ekkert fá allt of marga inn á þennan markað. Við skulum nú segja að gefnar væru út meiri aflaheimildir eins og sumir vilja mæla fyrir. Að þá myndu mögulega opnast dyrnar þarna fyrir fleiri aðila á markaði. Er það þín tilfinning að það sé eitthvað sem mönnum lítist ekki á eða að útgerðarmenn vilji það síður, að markaðurinn verði stærri ?

 

Óli: Útgerðarmenn eru búnir, ja ég myndi segja frá 1990, þá er klíka innan LÍÚ, búin að vinna að því, að fækka í greininni. Og þeir hafa gert það með því að þeir tróðu sér inn í Hafró, og tóku þar öll völd. Náðu þar stjórnarformanni Hafrannsóknarstofnunnar í sínar raðir. Og fyrst stjórnarformaðurinn var forstjóri stórs útgerðarfyrirtækis. 1990 þá var kvótinn komin niður í 130.000 tonn af þorski. Það voru gerðar vissar ráðstafannir fyrir Notðurlandi og 3 árum seinna 1992/1993 sérstaklega, þá reis þorskstofninn upp. Og við fórum að sjá stóran fallegan þorsk aftur hérna fyrir Suðurlandi sem við höfðum ekki séð í 2-3 ár. Stofninn óx svo hratt að við vorum orðnir í vandræðum, þessi skip sem voru eingöngu á karfa og ufsa, að við komum trolli hvergi út fyrir þorski.

 

GW: Neihehehe

 

Óli: Ég fór í  forstjórann, og segi honum þessar fréttir að þetta sé bara orðið virkilega erfitt fyrir okkur. Að athafna okkur án þess að hafa þorskkvóta. Og þeir verði að leggjast á sveif með skipstjórunum og láta auka þorskkvótann. Ég man nú ekki hvort þorskkvótinn var þarna komin upp í 150 eða 180.000 tonn eða eitthvað svoleiðis. En ég þrýsti á hann og hélt að þetta væri sameiginlegt markmið mitt og hans. Að auka þorskkvótann. Neineineineieni,
„Óli það má ekki,  þeir eru en þá að drepast“ Og átti þar við að þeir þyrftu áfram að þrengja að minni útgerðaraðilum og neyða þá til að selja frá sér kvótann. Síðar komst ég að því að Landsbankinn (að minnsta kosti) tók þátt í þessari endaleysu og óréttlæti).
Þetta var svarið sem ég fékk.

 

GW: Þeir eru enþá að drepast já
Ég hlæ mig máttlausann
Jájá segir Óli.

 

GW: Ég var nú að ræða við Sigurjón Þórðarson um daginn og, hann er nú líffræðingur og það er hans skoðun alveg eindregið að það sé verið að veiða allt of lítið.

 

Óli: Já það er alveg það sama og hann hefur verið að halda fram hann Jón Kristjánsson fiskifærðingur. Og þú sérð í myndbandinu, myndbandið er rosalega gott, færeyska myndbandið sem RUV gerði. <Kvótinn í færeyjum á youtube> Jón er alveg 100% á því og hann hefur bara reynslu af því að það má ekki takmarka svona mikið veiðarnar. Stóri Þoskurinn étur upp ætið og  byrjar bara að éta smáa fiskinn (þorsk seiðin).

 

GW: Já það eru bara viss vistfræðileg rök fyrir þessu.

 

Óli: Það er það, ég meina hversu oft hefur maður séð stórfisk sem er troðinn af þorskseiðum í maganum ? Maður hefur bara séð þetta. Og eins og hann segir þá verður alltaf að grisja. Það er ekki hægt að ákveða nú ætlum við bara að veiða stóra fiskinn. Það verður að grisja, það er ekki verið að veiða smáfisk sem slíkan þar sem hann er á uppeldisstöðum, en það er ekkert að því að grisja smáan fisk til að gera vistkerfið hæfara til þess að annar fiskur vaxi upp. Það er ekkert að því.

 

GW: Ég er nú alltaf jafn montinn af því að hafa farið nokkra túra hjá þér á Snorra Sturlusyni í gamla daga.

 

Óli: Vorum við saman ?

 

GW: Ég var háseti hjá þér í afleysingum, það er svo langt síðan líklegast 1985, eða 84 hahaha

 

Óli: 84 er síðasta árið mitt

 

GW: Já þá hefur það verið þá

 

Óli: Ok

 

GW: Og við vorum á karfa

 

Óli: Já

 

GW: Jájá ég er alltaf svolítið montinn af því að þú hafir verið skipstjórinn minn.

 

Óli: Hahahahahah þakka þér fyrir það vinur. Voru ekki góðar tekjur ?

 

GW: Jújú ágætar alveg hahaha Og það sem ég man eftir að ég var alltaf fyrsta sólarhringinn að sjóast, og ég var sendur upp með kaffi til þín upp í brú, þá var ég að koma með kaffið hlandvolgt og allt of seint og svona og ég man alltaf hvað þú varst rólegur í tíðinni þú varst aldrei neitt að æsa þig yfir þessu hahaha.

 

Óli: Neeeiii

 

GW: En hérna svo við tölum nú aðeins um, það er alveg svakalegt finnst mér þegar við erum að ræða um nokkur hundruð milljónir hér og nokkur hundruð milljónir þar sem vanti í heilbrigðiskerfið, í skólakerfið, þegar að maður horfir upp á þessar svakalegu arðgreiðslur hjá þessum fyrirtækjum. Sem að hafa síðan komið sér undan því að greiða til dæmis þetta veiðigjald. Fyrir náttúrulega ýmislegt sem manni dettur í hug með það að jafnvel sé verið að halda genginu niðri og annað en, ég er ekki viss um að kjósendur átti sig á því að það er bein tenging þarna á milli.

 

Óli: Forsendubresturinn er 50% gengisfelling. Það er forsendubresturinn. Þennan forsendubrest tekur bara útgerðin til sín. Sá hluti hefði annað hvort átt að fara bara beint til ríkisins, eða að einhvernvegin koma honum í gegn um þjóðfélagið.Til þess að skapa tekjur fyrir ríkið og fyrir fólkið í landinu. Þessi forsendubrestur er hér til staðar enn þá. Gengið er en þá á þessu sama stigi það hefur ekkert breyst. Gengið er nákvæmlega á þessu sama stigi. Og það er ekkert gert. Svo er verið að henda einhverjum peningum inn í íbúðalanakerfið, ég meina, forsendubresturinn er þessi  50%. Og, launin eru ennþá lág. Lánin eru ennþá há, ríkið hefur ekki tekjur, það er að hrynja hjá okkur heilbreigðiskerfið sem við byggðum fyrir daga kvótakerfisins. Það er að hrynja menntakerfið sem við byggðum fyrir daga kvótakerfisins, námslánakerfið er að hrynja, lífeyrissjóðirnir eru að hrynja, allt út af því að ríkið leyfir útgerðinni að halda 50% gengisfellingu. Hvernig var þetta hér áður fyrr Gunnar, gengisfellingarnar, þá gengu út á það að skapa jafnvægi. Jafnvægi milli útflutnings og samfélagsins. Til þess voru gengisfellingarnar. Ok stundum voru þær of tíðar og fóru upp í 100% á ári en, þær voru alltaf þannig að þetta togaðist á, það var alltaf leytað einhvers jafnræðis. Núna er ekki einu sinni reynt að leyta neins jafnræðis. Útgerðin bara tók 50% gengisfellingu, stakk henni í rassvasann og labbaði í burtu. Skildi þjóðina eftir á nærbuxunum.Þetta er ekki flóknara frá mínum bæjardyrum séð. Þjóðina vantar þessar tekjur.

 

Ragnar Árnason prófessor segir Útgerðarmenn eiga kvótann.

 

GW: Þjóðina vantar þessar tekjur það er engin spurning. Hér er tilvitnun í, Hér er maður sem var að tjá sig á málþingi í Háskóla Íslands í október 2013 og hann sagði innan gæsalappa;

„Það er óðs manns æði að skattleggja Íslenskan sjávarútveg umfram það sem er gert erlendis. Þau veiðigjöld sem stjórnvöld leggja á Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, veikja samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og ýta landinu út af arðbærum mörkuðum sem leiðir að endingu til lægra útflutningsverðs. „

Og þetta er prófessor við hagfræðideild Háskólans. Þetta er náttúrulega Ragnar Árnason.

 

Óli: Þetta er bara RUGL. Þessu er öllu stjórnað með genginu. Og nú þegar að gengið er svona, þá á skilyrðislaust að taka veiðigjöld af útgerðinni. Það hefði átt að leiðrétta forsendubrestinn með því að útgerðin gæfi helmingin af þessum gróða til þjóðarinnar í formi veiðigjalda frá degi 1 eftir hrun. Það er ekki flóknara en það. Ragnar Árnason fer bara með fleipur og lygi sem að hentar útgerðinni og hefur alltaf gert. Ég hef hrakið öllar hans staðhæfingar og get gert það hvenær og hvar sem er.

 

GW: Þetta er náttúrulega svolítið magnað með háskóla Íslands að það eru bara nokkrir prófessorar þar upp frá sem að eru bara beinlínis starfandi hjá flokkunum. Ég tók eftir því að Framsóknarflokkurinn átti að vera að ganga í gegn um svo mikla endurnýjun á sínum tíma. Síðan er mynduð þessi 3 mánaða stjórn í ársbyrjun 2009, þá er Sigmundur Davíð nýkjörin formaður að gefa sig út fyrir einhvern bakstuðning við þessa stjórn. Nú þetta átti að vera nýr Framsóknarflokkur  með nýjar ferskar hugmyndir, en Sigmundur kom bara út af fundum með Ragnari Árnasyni í flasið á fréttamönnum.  Þá hugsaði maður með sér eru þetta allr breytingarnar, er þetta nýja fólkið í Framsókn ?

 

Óli: Nákvæmlega, nákvæmlega.

 

GW: Þannig að bakendinn á Framsóknarflokknum, hann er bara sá sami er það ekki ?

 

Óli: Þetta er bara sami Framsóknarflokkurinn það er engin breyting á Framsóknarflokknum frá því að Halldór Ásgrímsson sat þarna eins og klumpur inni í miðri stofu. Það er engin breyting á Framsóknarflokknum, og það er engin breyting á Ragnari Árnasyni, hann er bara Framsóknarplebbi eins og þeir allir. Þykist vera Sjálfstæðismaður. Var einu sinni kommi, hann hefur aldrei verið neitt nema Framsóknarplebbi.

 

GW: Nei nei, Ragnar Árnason

 

Óli: Og hvernig stendur á því að Háskóli Íslands tekur svona afstöðu gegn þjóðinni? Hvernig stendur á því ? Tekur þátt í áróðursstríði gegn þjóðinni í máli LÍÚ og þjóðarinnar ? Hvernig stendur á því ?Þetta á ekki að eiga sér stað. Háskóli Íslands hlýtur að eiga að vera algerlega hlutlaus stofnun.

 

GW: Hann á að vera það.

 

Óli: Stóru hagsmunamáli þjóðarinnar. Þetta er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Þetta eru tekjur þjóðarinnar.

 

GW: Það var nú margt sem að hefði getað verið gott í frumvarpi Jóns Bjarnasonar, og þá á ég nú helst við svona þessa viðleitni hans til þess að stöðva þetta framsalið á milli byggðarlaganna. Þar sem að ráðherra hefði heimild til þess að stöðva framsal, og að byggðarlögunum væru tryggð svo og svo miklar aflaheimildir. Nú síðan er þessu öllu blásið út af borðinu og vinstri stjórnin ákveður að leggja bara upp laupana með þetta mál. Og þá er nefnd sem að Ragnar Árnason á sæti í sem að kemst að þeirri niðurstöðu að aðalatriðið sé að hækka krónutöluna sem að fáis tút úr veiðunum. Að hámarka arðinn af greininni. Og þessi byggðasjónarmið voru í rauninni látin víkja. Síðan fréttum við það að Ragnar Árnason er á línunni út til OECD að tjá þeim þetta. Síðan fáum við einhverjar ráðleggingar frá OECD að það sé nú best fyrir okkur að hafa þetta svona. Svo eru þeir spurðir hver hafi verið þeirra tengiliður þeirra hér heima á þá er það Ragnar Árnason hahahaha. Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt.

 

Óli: Já já. En ég lít á þetta sem tvö mál. Þetta byggðakvótadæmi, þetta er algjörlega út í Hróa, þetta er bara til þess að flækja þetta en þá meira og gera þetta kvótakerfi en þá þyngra og verra í vöfum fyrir þjóðfélagið allt. Síðan þetta með Ragnar Árnason sem þykist vera að hámarka arðsemi greinarinnar, hlær, greinin er varin með múrum einokunnar. Ragnar Árnason og þeir hagfræðingar sem kasta starfsheiðri sínum í þeim tilgangi að ganga í augun á Moggahirðinni eiga að vita betur. Þeir eiga að vita að ef auka á arðinn af auðæfum hafsins er best að auka aflann og dreifa honum sem mest um allt þjóðfélagið í gegnum markaði svo allir eigi kost á að leggjast á eitt um að hámarka afraksturinn. Slíkt fyrirkomulag myndi auka flæði fjár um allt þjóðfélagið og hliðar hagnaður og virðisauki sem á endanum myndi gagnast ríkinu til að gegna hlutverki sínu. Sá hagfræðingur sem þykist ekki skilja þetta er til einskis gagns fyrir þessa þjóð og ætti að flytja af landi brott.

 

GW: Já þetta byggist á einokun.

 

165280_1765586464874_5126477_nÓli: Þetta er hrein einokun. Það er búið að múra þessa grein inni og lágmarka tekjurnar fyrir þjóðfélagið. Jú jú þeir þeir hámarka tekjurnar fyrir útgerðina, en þeir eru gjörsamlega búnir að lágmarka tekjurnar fyrir þjóðina af greininni. Það er ekkert sem lekur ú túr greininni. Greinin þarf að vera í miklu fleiri höndum, hún þarf að vera í höndunum á mönnunum sem stunda veiðarnar. Sem stunda vinnsluna. Það þurfa að vera fiskmarkaðir hringinn í kring um landið, allur fiskur á að fara á markað. Og samkeppni milli byggðarlaganna og samkeppni á milli framleiðendanna um fiskinn. Fiskurinn á að flæða um allt landið. Skapa fjármagn sem skapar virðisauka, aðstæður í landinu sem skapa tekjur fyrir ríkið til að reka þetta þjóðfélag. Þetta er það sem er að að eftir kvótakerfið í 30 ár. Þetta er horfið.

 

GW: Þetta er í rauninni orðið eins konar ráðstjórnarríkjafyrirkomulag , eins og þú segir, þeir hámarka jú arðinn en bara fyrir sig. Ekki fyrir þjóðarbúið.

 

Óli: Bara fyrir sig.

 

þetta hét reiðileysi áður þegar við fiskuðum undir 200.000 tonnum

 

GW: Og þeir vara sig á því að það komist fleiri inn í greinina, og jafnvel eru með ítök í því að ekki sé verið að gefa út of miklar aflaheimildir.

 

Óli: Það eru alveg hreinar línur. Eftir að bankarnir byrjuðu að taka fiskinn að veði fyrir lánum, þá gerðu bankastjórarnir þá kröfu að engin fiskur væri utan kvóta. Þá var leyfið, frjálsa leyfið tekið af handfærabátunum. Þeir voru settir líka inn í kvótann. Eftir þetta, beitti LÍÚ sér fyrir því að halda aftur af úthlutuðum afla og mynda ekki sveiflur í úthlutunum. Það er hugmynd Ragnars Árnasonar. Því það er betra að hafa alltaf lítin afla fyrir fáa. Því þessar sveiflur hafði svo mikil áhrif á stórn fyrirtækjanna og kúrfuna. Það mátti ekki. Það passaði svo illa inn í excel prógrammið hans Ragnars Árnasonar því hann gat ekki áætlað hvenær væri uppsveifla og hvenær væri niðursveifla.  Svo á aflaárum,  þá var bara köttaður aflatoppurinn af þegar að aflinn teygði sig upp úr meðallaginu.

 

Og þar erum við í dag við erum búin að vera í reiðileysi í dag með kvótakerfinu. Þjóðinni er haldið í reiðileysi, þetta hét reiðileysi áður þegar við fiskuðum undir 200.000 tonnum. Og þjóðinni hefur bara verið haldið í reyðileysi í 30 ár, í viðjum kvótans. Við vorum að veiða 350 – 400.000 tonn og það var skrifuð bara svört skýrsla. En hvernig er skýrslan þá í dag því við erum að veiða 200.000 tonn af þorski ? Þetta er bara rugl. Kvótakerfið er búið að eyðileggja svo mikið fyrir Íslensku þjóðinni. Ef við tökum bara árin frá hruni. Og ef maður lítur á ástandið á miðunum þessi 6 ár. Þá fullyrði ég að við erum búin að tapa í óveiddum afla 70 milljörðum króna á hverju einasta ári. Í 6 ár eru það 420 milljarðar, sem við höfum tapað í töpuðum útflutningi. Og tapaðri markaðshlutdeild á erlendum mörkuðum. Ragnar Árnason veit það ekki. Það að tapa erlendum mörkuðum og markaðshlutdeild erlendis, ÞAÐ ER TAP, það er ekkert tap þótt að þeir lendi í því að greiða einhvern part af gróðanum hérna í skatta. Það er ekkert tap af því. Þeir sem ekki geta sætt sig við það eiga að hætta útgerð og fara að gera eitthvað annað. Það vita allir sem staðið hafa í markaðssetningu, ég hef starfað við markaðssetningu í 10 ár, markaðshlutdeild er það verðmætasta sem maður á. Engin vill tapa markaðshlutdeild. Það erum við búin að gera í hendurnar á Norðmönnum sem hættu þessari vitleysu úr Ragnari Árnasyni og byrjuðu að veiða fiskinn sinn fyrir 3 árum. Þeir eru búnir að rasskella okkur á öllum mörkuðum. Hérna á Spáni, flýtur allt í Norskum fiski. Norskum laxi norskum þorski. Út um ALLT. Á meðan sitjum við og vælum að einhver sé að ógna okkur með veiðigjöldum.

 

GW: Óli þú ert fæddur og uppalin hér í Reykjavík

 

Óli: Fæddur og uppalin í Reykjavík 1951.

 

GW: Og þú hefur farið í Stýrimannaskólann og,

 

1891207_10203328308993888_530360711_nÓli: Já já. Ég var nú reyndar í Tækniskólanum og var búin að leggja drög að því að fara út og vinna og læra hjá IBM í Seatle á sínum tíma. En þá var skipstjórinn minn Eyjólfur Pétursson á leiðinni til Japan að ná í nýjan japanskan togara. Og hann sagði við mig heyrðu Óli þú ferð bara í Stýrimannaskólann ég er búin að sækja um fyrir þig. Og verður tilbúin þegar ég kem með bátinn aftur. Og það var nú ekki flóknara en svo að ég skellti mér í skólann og gekk svona ljómandi vel á prófunum um jólin að yfirkennarinn minn og rektorinn þeir báðu mig endilega um að taka skólann á einum vetri. Sem ég gerði og ég var tilbúin með full réttindi þegar þeir komu til baka. Kom beint um borð sem bátsmaður og stýrimaður.

 

GW: Er þetta í kring um 1970 ?

 

Óli: Þetta er 1972

 

GW: Það hefur nú engin smá breyting orðið á skipunum, ég var hjá þér á Snorra sem var þá ísfiskstogari.

 

Óli: Já já, ég var alltaf á ísfiskstogurum.

 

GW: Nú síðan breyttist þetta eitthvað og ég kann engin skil á því hvernig þetta var eftir að togaranum var breytt,

 

Óli: Jú hann fór í algjört reiðileysi eftir að við hættum og það var einhver voða höfuðverkur, síðan tóku þeir hann og breyttu honum í frystitogara sem var mjög gott fyrir hann. Þetta var og er enn þá held ég glæsilegt skip í frystitogaraflotanum. Þetta eru mjög góð skip.

 

GW: Þetta var þannig að það voru nokkrir túrar á ári sem var siglt með aflan erlendis.

 

Óli: Já hjá Bæjarútgerðinni sigldi ég alltaf 4 túra á ári. Ég fór einn túr á England og 3 túra á Þýskaland á hverju ári þessi 5 ár sem ég var hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur.

 

GW: Hvenær hættirðu svo í þessum bransa hérna heima?

 

Óli: Já ég tók Viðeynna 1984 og var með hana í 15 ár. Um veturinn 1997 erum við sviptir þorsk og karfakvóta og sagt að fara að veiða einhverjar aðrar tegundir, sem ekki voru til. Og um vorið er mér sagt upp samningnum sem ég hafði við mitt fyrra fyrirtæki, Hraðfrystistöðina, sem hafði sameinast Granda. Þá var mér sagt upp um vorið og þá var þetta búið.

 

Orustan um Ísland

 

GW: Þú tókst upp á því að gagnrýna kvótakerfið töluvert meðan þú varst enn þá skipstjóri var það ekki ?

 

Óli: Jú jú ég byrjaði að gagnrýna kvótakerfið strax í Nóvember 1984 og fór meira að segja í ráðherrann og fékk nú reyndar fyrirgreiðslu hjá honum. Hann breytti grein, ég fékk að flytja kvótann minn frá Snorra Sturlusyni  yfir á Veiðeynna. Ég skrifaði reglulega, einu sinni tvisvar á ári greinar gegn kvótakerfinu. Var greinilega búin að skapa mér einhverja óvild Kristjáns Ragnarssonar og manna í kring um hann. Og þeim lá mikið á að losna við mig eftir að þeir náðu skipinu yfir í Granda og þá var ekkert annað en að losa sig við mig. Síðan fékk ég ágætis vinnu hjá góðum eigendum Granda sem komu ekkert að þessum brottrekstri mínum, það voru stjórnendurnir sem komu nálægt því. En ég lenti hjá þessum mönnum aftur hjá Hampiðjunni, í mjög góðu starfi þar. Var þar sölumaður og tækniráðgjafi á erlendum mörkuðum. Ég var nýbúin að selja stóran pakka af trollbúnaði á spánskan togara  þegar birt var viðtal við mig í sjónvarpinu, eða ekki viðtal heldur auglýsing þar sem að ég studdi Frjálslinda Flokkinn.Daginn eftir er ég kallaður frá höfninni upp á skrifstofuna og þar er mér sagt að komið hafi íslenskir útgerðarmen viðskiptavinir fyrirtækisins og talað við stjórnendur og hótað að hætta öllum viðskiptum við Hampiðjuna ef ég yrði ekki tafarlaust rekin frá fyrirtækinu.

 

GW: Jahá. Í framhaldi af þessari auglýsingu.

Óli: Já já. En sem betur fer eins og ég sagði, þetta var gott fólk sem ég var að starfa með. Forstjórinn tók upp hanskann fyrir mig, bauð mér að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum og ekki tjá mig opinberlega þá gæti ég haldið starfinu. Það var ekkert annað fyrir mig að gera, ég var með stóra fjölskyldu, ný hættur sem skipstjóri og það var ekkert annað fyrir mig að gera en að ganga að þessu.

 

GW: Í nokkurn tíma

 

Óli: Já ég þagði nú í ein 12 ár. Ég var nú orðin svo vel alin hjá Hampiðjunni að halda kjafti að ég gleymdi mér alveg, ég hætti hjá Hampiðjunni og fór til annars fyrirtækis að veiða. Eftir ár þar þá fór ég að koma mér upp eigin skipi í Afríku. Ég hafði kynnst vel útgerðarháttum hérna og til að gera langa sögu stutta þá kom ég mér upp skipi hérna ásamt félögum mínum og fjárfesti. En það sem ég vissi eki var Þorsteinn Már Baldvinsson hafði einhvern Kvísling inni í mínum hópi sem kom mér út, ég var frumherjinn í þessu og kom þessu öllu á laggirnar, keypti skipið. En þeir komu mér frá þessu. Sem er svo sem ekkert, ég er ekkert að sjá eftir því, það er bara búið má. EN.

Ári seinna, sendi ég grein inn í Morgunblaðið. Ég er nú búin að segja frá þessu nokkrum sinnum.  Ég sendi inn þessa grein sem var svargrein við grein Halldórs Ásgrímssonar þar sem hann er að dásama kvótakerfið og bullið allt í kring um það. 2 dögum eftir að ég sendi inn greinina, fæ ég í fyrsta skipti á ævinni, upphringingu frá manni sem mér datt ekki einu sinni í hug að kæmi nálægt þessu kvótabrölti öllu og vitleysunni og ofbeldinu sem að því fylgdi. Þorsteinn Már Baldvinsson hringir þarna í mig. Í Nóvember 2011. Og segir mér það að hann hafi verið maðurinn á bak við að koma mér út úr fyrirtæki sem ég hafði stofnað. Og eins hafi hann verið viðloðandi allar þessar árásir sem gerðar höfðu verið á mig í upphafi. Hann gerir þetta í tveimur samtölum og skellir á í bæði skiptin. En dagin eftir þá fer ég og kanna hverjir hefðu verið á baki því að láta reka mig frá Hampiðjunni, mér hafði verið neitað um upplýsingar og ég bar þetta nafn upp. Hvort að Þorsteinn Már hefði verið í grúppunni sem að sóttist eftir að ég, eða hótuðu Hampiðjunni að hætta öllum viðskiptum ef ég yrði ekki rekin. Og ég fékk jáyrði við því að hann hafði farið fyrir þeim hópi.

 

GW: Jahá, einmitt.

 

Óli: Þetta er sá sem hefur hagnast mest á kvótakerfinu af öllum mönnum Íslands í dag og sá sem stendur núna bak við tjöldin og stýrir orustunni um Ísland

 

GW: Gegn Íslandi

 

Óli: Orustunni um Ísland

 

GW: Er þetta ekki valdamesti maður landsins í dag?

 

Óli: Þorsteinn Már er valdamesti maður Íslands í dag. Það er ekki nokkur vafi á því. Og hann notar völdin alveg út í æsar.

 

Óli Ufsi boðar mótmæli gegn boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sá sem vakir – Viðtal við Ólaf Jónsson skipstjóra

| Viðtalið |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.