Helgi í Góu 2

Ívar Arash Radmanesh, sendi fyrirspurn á Sælgætisframleiðandann Góu og innti talsmann fyrirtækisins eftir viðbrögðum við netákallinu, “Hættið að fjármagna hatursáróður Útvarps Sögu“, en þegar hafa nokkur fyrirtæki ákveðið að hætta auglýsingum á stöðinni í tengslum við fordóma og hatursræðu í garð minnihlutahópa í útsendingum stöðvarinnar.

Viðbrögð talsmanns Sælgætisframleiðandans Góu sæta nokkurri furðu, enda hefur forstjóri og eigandi verksmiðjunnar, Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, viljað gera sig gildandi í umræðum um samfélagsmál undanfarin ár. Þá er vandséð að Helgi hafi legið á skoðunum sínum fram að þessu, raunar hefur hann viljað ræða málefni eldri borgara og húsnæðisvandann svo eitthvað sé nefnt, og ætíð sem “Helgi í Góu“.

Helgi í Góu 1Þó segir talsmaður Góu í bréfi til Ívars Arash:

“Við auglýsum vörurnar okkar þar sem áheyrendur eru, en lítum ekki á það sem okkar hlutverk að taka þátt í eða hafa áhrif á pólitíska umræðu.”

Þetta verður að teljast nokkur tvískynnungir Helga í Góu, sem fram að þessu hefur viljað kynna sig sem mann fólksins, oftar en ekki eldri borgara. En þegar betur er að gáð, þá er það einmitt algengur frasi á Útvarpi Sögu að ekki megi aðstoða flóttamenn þar sem að það bitni á eldri borgurum og öryrkjum, jafn furðuleg sem að sú brúarsmíði hljómar í eyrum velflestra.

Hér fer svar talsmanns Góu og þess ber að geta að stjórnendur hafa en tækifæri til að hugsa ráð sitt, áður en að fyrirtækið verður sett á svartan lista hér á Sandkassanum, ásamt Útvarpi Sögu.

“Góa hefur alltaf haft þá bjargföstu afstöðu að láta ekki efnistök eða málflutning fjölmiðla ráða því hvar við auglýsum. Þrátt fyrir eflaust góðan ásetning þeirra sem mótmæla setur það hættulegt fordæmi að auglýsendur beiti valdi sínu til að hafa áhrif á – eða þagga niður – tiltekna fjölmiðla.

Góa er í fararbroddi í sælgætisframleiðslu og við ætlum að halda áfram að gera það sem við gerum best, góðgæti. Við auglýsum vörurnar okkar þar sem áheyrendur eru, en lítum ekki á það sem okkar hlutverk að taka þátt í eða hafa áhrif á pólitíska umræðu. Það má vel vera að auglýsingar okkar á þessari ákveðnu útvarpsstöð verði teknar til endurskoðunar í náinni framtíð, en það verður þá gert að vel athuguðu máli”

09OJJPJVEraB_2400x1260_60I3gj08

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu

Þau fyrirtæki sem þegar hafa dregið sig út úr viðskiptum við Útvarp Sögu eru, 1819 og Húðfegrun, fyrirtækið Pottagaldrar lágu fyrir upplýsingar um að hefðu dregið sig út einnig, en sú fregn hefur ekki fengist staðfest.

Þau fyrirtæki sem en eiga eftir að bregðast við netákallinu um að stöðva öll viðskipti við Útvarp Sögu í mótmælum gegn haturorðræðu og einelti í garð minnihlutahópa, fara hér á eftir. Þau þeirra sem ekki munu verða við þessari áskorun, munu lenda á svörtum lista.

Eftirfarandi fyrirtæki auglýsa á Útvarpi Sögu:

 

* E. Finnsson
* Góa
* Alvogen Ísland
* Allianz
* Kostur (Kópavogi)
* Flugger litir
* Pottagaldrar ehf
* Hreyfill
* Borgar Apótek
* Bakarameistarinn
* Aloe Vera umboðið
* Dún og Fiður
* Hjá Dóra
* Lögmenn Sundagörðum ehf.
* Helluhreinsun ehf
* Tölvuvinir tölvuverkstæði
* Aloe Vera – betri líðan
* Fjölskylduhjálp Íslands
* Nikolai bifreiðastillingar
* Bílaréttingar og sprautun Sævars

Fyrirtæki sem hafa tekið áskoruninni:

* 1819
* Húðfegrun

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sælgætisframleiðandinn Góa styður útlendingahatur, andúð á samkynhneigðum og femínistum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.