Það er sorglegra en tárum taki að margir af þeim alverstu andstæðingum fjölmenningar sem við á Sandkassanum rekumst á, skuli eiga konur sem eru af erlendu bergi.

Við erum ekki að tala um undantekningar heldur er það einfaldlega mjög algengt að þessir menn sem hve hatrammast ganga fram á netinu í garð flóttafólks og bara innflytjenda yfirhöfuð, eru meðlimir í haturssamtökum og\eða stjórnmálahreyfingum sem með skýrum hætti berjast gegn hagsmunum innflytjenda.

Mér þykir það dapurlegt að vita af konu sem býr með slíkum manni, sem einungis minnist á konu sína og/eða börn í þeim tilgangi að reyna að halda því fram að þeir séu eitthvað annað en kaldrifjaðir hatursmenn innflytjenda.

Í þessu felst blanda af útlendingaandúð og kvenhatri. Hver sú kona sem er af erlendu bergi brotin og býr með rasista, ætti að fá ráðgjöf og aðstoð við að losa sig við slíkan mann.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sambúð með rasista

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.