badgeHér kemur fram að einbeittur vilji var fyrir sameiningu Flokks Fólksins og Íslensku Þjóðfylkingarinnar. Tveir fundir á milli Ingu Sæland og forystumanna ÍÞ ásamt samningi voru uppi á borðinu. Þarna er líka minnst á sameiningu við Nýtt Afl (Hvítt Afl) flokk sem Jón Magnússon stofnaði fyrir 14 árum síðan. Mun meiri vilji hefur verið fyrir sameiningu en ég gerði mér grein fyrir áður en ég ritaði síðustu grein mína um Flokk Fólksins.

14711382_1802744516670545_7662999358915597243_oÞetta plagg er fengið af facebook síðu Helga Helgasonar formanns Þjóðfylkingarinnar sem og textinn hér fyrir neðan:

Hvers virði eru kjósendur?

Að gefnu tilefni vegna ásakana um að formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar (hér eftir nefnt ÍÞ) hafi staðið í vegi fyrir samruna ÍÞ og Flokks fólksins (hér eftir nefnt FF) skal réttum upplýsingum komið á framfæri.

Fljótlega í upphafi kosningabaráttunnar fóru tveir menn á vegum ÍÞ, Jens G. Jensson og Gunnlaugur Ingavarsson, á fund Ingu Sæland og Halldórs í Holti. Tilefni var samræður um samruna ÍÞ og FF og að FF yrði lagður niður. Strax í upphafi fundar lagði Halldór og Inga Sæland fram samningsdrög þar sem ÍÞ átti að ganga inn í FF. Þessu var strax hafnað af Jens G. Jenssyni, sem efaðist um að samningurinn væri löglegur og ef hann væri löglegur þá væri hann a.m.k. siðlaus. Þegar leið á kosningabaráttuna og komnar voru tölur úr könnunum sem bentu til að ÍÞ væri töluvert stærri en FF var gerð önnur tilraun til sameiningar og fór ég (Helgi Helgason) formaður ÍÞ einn á þann fund. Í upphafi fundar fékk ég afhent skjal það sem fylgir hér með. Þetta skjal er að örðuleiti eins og það fyrsta en búið að snúa því við þannig að nú var það FF sem gengi inn í ÍÞ. Þegar ég lít yfir skjalið á fundinum kemst ég að þeirri niðurstöðu að það er í raun aðferð til blekkja kjósendur og ná fé út úr ríkissjóði (sjá skilmála samningsins). Enda eru skilmálar samningsins um hvernig eigi að deila fjárframlögum ríkisins að afloknum kosningum og að og brjóta upp flokkinn samkvæmt skjalinu. Ég lýsti þegar í stað efasemdum, þar sem okkar skilmálar fyrir samruna voru að FF yrði lagt niður, meðlimir FF myndu ganga í ÍÞ, Inga Sæland gæti valið sér oddvitasæti í Reykjavík. öðrum frambjóðendum FF yrði fléttað inn á lista ÍÞ og stefna FF í velferðarmálum yrði gerð að stefnu ÍÞ.

Andstæðingar ÍÞ bera út sögusagnir og rógburð um þessar viðræður um samruna hafi strandað á ÍÞ, en hér eru staðreyndirnar lagðar á borðið.

Það er fyrir neðan mína virðingu sem formanns stjórnmálaflokks að vera viðriðin slíkan gjörning.

Reykjavík 22. okt.-16
F.h. stjórnar Íslensku þjóðfylkingarinnar
Helgi Helgason

Sameining Flokks Fólksins og Íslensku Þjóðfylkingarinnar

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-