Hvað varðar Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi alþingiskonu Samfylkingarinnar sem hefur ráðið sig í starf þáttastjórnanda á Útvarpi Sögu. Þá er Ólína ekki í framboði fyrir Samfylkinguna né á hún sæti í stjórn eða framkvæmdastjórn.

Undir öðrum kringumstæðum hefði starf hennar fyrir útvarpsstöðina lækkað hæfnismat okkar á Samfylkingunni til að fara með stjórn á málefnum flóttafólks og hælisleitenda.

Til þess kemur ekki og Samfylkingin sem er í vissri forystu í málefnum hælisleitenda um þessar mundir skaðast ekki af háttalagi Ólínu, svo lengi sem hún tekur ekki sæti á framboðslista Samfylkingarinnar.

Sama hversu mikill málsvari Ólína Þorvarðardóttir var á sínum tíma í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þá er samstarf hennar við Sögu á engan hátt eðlilegt. Útvarp Saga er helsta uppspretta hatursáróðurs í garð minnihlutahópa í landinu og er nokkuð ítarlega fjallað um stöðina í síðustu ECRI skýrslu Evrópuráðsins.

Sá grímulausi illvilji sem birtist í útsendingum stöðvarinnar í garð flóttafólks á sér engan líka í okkar samtíðarsögu.

Það verður því að segjast að það eru mikil vonbrigði að Ólína Þorvarðardóttir skuli sýna það  dómgreindarleysi að blása til óvinafagnaðar ásamt starfsfólki stöðvarinnar. Ekki nóg með það bjóða þar næst frambjóðendum flokkanna til sín í kosningaspjall.

Það er engin sérstök ástæða til að normalísera haturfulla og ófaglega starfshætti starfsmanna Útvarps Sögu með því að flytja þar inn góða og heiðvirða frambjóðendur til alþingis.

Nóg hefur manni þótt að stjórnarherinn fráfarandi skuli venja komur sínar í útsendingar stöðvarinnar þótt Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi stjórnmálamaður, skuli ekki stíga næsta skref í að auka á Þórðargleði starfsmanna útvarps Sögu í garð fjölmenningarsamfélagsins sem stöðin níðist á dag hvern.

Ég vil hvetja Ólínu Þorvarðardóttur til að hætta við áform sín um að mæta til vinnu á Útvarpi Sögu.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Samfylkingin skaðast ekki af mistökum Ólínu Þorvarðardóttur

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.