Benedikt Jóhannesson ritar pistil á heimur.is undir nafninu: “Svona verður umræðan þegar rökin vantar (BJ)“. Í pistlinum bendir Benedikt á að samningurinn hafi einungis verið ræddur við bændur og að ekki hafi þótt ástæða til að taka málið upp á alþingi. Þá segir Benedikt: “Samningurinn er til tíu ára og á að koma í veg fyrir að löglega kjörnir fulltrúar geti bætt hag neytenda næsta áratuginn.”. “Hann kostar á þessu tímabili rúmlega 200 milljarða króna, sem er að minnsta kosti tveir og hálfur Landspítali.”

“Landbúnaðarráðherra fékk fjármálaráðherra í lið með sér og gekk frá samningi við bændur. Til þess að spara tíma ræddu þeir þennan samning bara við bændur, enga aðra. Ekki einu sinni þingmenn, nema auðvitað Harald Benediktsson þingmann eins bændaflokksins. Hinir hafa væntanlega ekkert vit á málinu. Neytendur eða skattgreiðendur hafa enga aðkomu enda eiga þeir sér fáa formælendur á þingi og engan í ríkisstjórn.

Samningurinn er til tíu ára og á að koma í veg fyrir að löglega kjörnir fulltrúar geti bætt hag neytenda næsta áratuginn. Hann kostar á þessu tímabili rúmlega 200 milljarða króna, sem er að minnsta kosti tveir og hálfur Landspítali.”

Samningur við bændur á við tvo og hálfan Landspítala

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn